miðvikudagur, desember 01, 2004

jæja þá...hæ

tími fyrir blogg?...held ekki

en sammt...

Skólinn jafn ágætur og alltaf milljón próf í desember þó svo að við eigum ekki að taka jólapróf. Meira ruglið. Próf í stærðfræði 103 í FG á mánudaginn sem ég á eftir að sökka svo hrikalega...en afhverju er ég að skrifa það hér? afhverju er ég ekki upp í herbergi að læra eins og hestur undir það svo ég sökku ekki? Skrýtið

Pink Floyd alltaf jafn geðveik hljómsveit. Er búinn að vera að hlusta á gömlu plöturnar mínar með þeim undanfarið. Sagt er að fólk leiti alltaf að lokum aftur til rótana?....kanski eithvað til í þessu. Á sammt ekki það marga Floyd skífur....5 eða 6 verð að redda mér fleirum. Magnað.

Hljómsveitin alltaf jafn fín. Erum reyndar bara 3 núna og ég farinn að syngja. Ef að söng má kalla. Mér finnst alltaf jafn ömurlegt að heyra í sjálfum mér....fyndið. Eini plúsinn við sönginn er að ég fæ að semja texta...það getur verið nokkuð gaman þó þeir meiki ekkert sens. Erum að far að taka upp í jólafríinu hjá Frikka Bob-ara. Svakalegt.

Jólin alltaf jafn snemma á leiðinni. Fannst svo langt í þau fyrir viku. Nú er of stutt í þau? Aldrei þessu vant er ég ekki með einhverjar fastar skoðanir á hvað mig langar í jólagjöf. Endar örugglega bara í diskum og dvd....en ekki er ég að kvarta.

Fender Jagúar á 240 þús í hljóðfærahúsinu. Langar feitt mikið í hann. Hann er svo flottur, sunburst og alles. Vonandi er hann sambandslaus og allri halda að hann sé ónýtur svo að engin kaupi hann fyrr en ég fer að leita mér að nýjum gítar og hann verður lækkaður niður í 80þús kall.

Jólafrí eru ósanngjörn. Afhverju eru allir skólar á Íslandi (framhalds-, grunn- og háskólar) búnir á sama tíma 10 des? Ég er búinn 20-21 en Jón og Beggi 8-9. En ég get ekki verið að kvarta. Búinn að vera í 7 vikna fríi fyrir stuttu.



Ætli maður endi þetta ekki á einhverju slánadi texta broti?

Pink Floyd - Eclipse:

All that you touch
All that you see
All that you taste
All you feel.
All that you love
All that you hate
All you distrust
All you save.
All that you give
All that you deal
All that you buy,
Beg, borrow or steal.
All you create
All you destroy
All that you do
All that you say.
All that you eat
And everyone you meet
All that you slight
And everyone you fight.
All that is now
All that is gone
All that’s to come
And everything under the sun is in tune
But the sun is eclipsed by the moon.



bæbæ

laugardagur, nóvember 13, 2004

þriðjudagur, október 26, 2004

afsakið hlé

Sæl og blessuð...



Afsakið hléið mitt í þessu blessunarlega bloggi. Ég er búinn að vera latur við það seinustu daga, eins og reyndar allt annað í lífinu. Ég vill fá að kenna þessu verkfalli um það. Það er að ganga með mann í gönur. Ég sem ætlaði sko sannarlega að vera duglegur að læra í "fríinu" hef ekki staðið við orð mín. Byrjaði rosalega vel svona fyrstu vikuna síðan fór það aðeins minkandi og síðan minkaði það meira þangað til það var orðið að kuski. En í dag er ég breyttur maður og vaknaði árla þennan morgun og byrjaði duglegur að læra og stefni á að halda því næstu vikur.

En eins og í skólanum tekur maður sínar frímínútur og ætla að ég eyða þeim í að byrja að horfá á "Good Will Haunting". Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera að hlusta á Elliott Smith í allan dag. Either/Or til að vera nákvæmari. Og síðan þegar kom að laginu "Miss Missery" (sem ég hafði laumað aftaná diskinn þá vaknaði upp þessi löngun hjá mér að horfa á myndina. Fyrir þá sem vita ekkert hvernig næstum óþekktur Elliott Smith (sem átti árs dánar afmæli fyrir nokkrum dögum) tengist "Good Will Haunting" þá skal ég segja ykkur það að "Miss Missery" er hálfgert titil-lag myndarinnar og vann það til Óskarsverðlauna 1997 að mig minnir (myndin kom allavega út þá).



...til að ljúka þessum pósti hérna vill ég bæta við texta broti úr "Miss Missery":

I’ll fake it through the day
With some help from johnny walker red
Send the poison rain down the drain
To put bad thoughts in my head
Two tickets torn in half
And a lot of nothing to do
Do you miss me, miss misery
Like you say you do?


takk fyrir tíman ykkar, farinn er ég að horfa á filmu

laugardagur, október 16, 2004

hvetjandi dagur, andríkt kvöld

If you’re living the unliveable
By loving the unloveable
It’s time to start changing the unchangeable
By leaving the unleaveable

Come on

If you’re living the unliveable
By loving the unloveable
It’s time to start breaking
The unbreakable
And replacing the irreplaceable

(smog) - Inspirational



yessörí.....

er til flottari text?



Ennnnnnnnnnnn tónleikar í kvöld, ásamt mega-stór-hyper-böndunum Coral, Ókind, Bertel og fleiri ekki-jafn-mega-stór-hyper-bönd-en-sammt-heví bönd. Byrjar klukkan 8 að ég held í félagstmiðstöðinni SELINU á Seltjarnarnesi. Verið þar eður ei.


plötur dagsins:
Talk Talk - Laughing Stock
Jim O'Rourke - Insignifacation
Smog - Red Apple Falles

:)

þriðjudagur, október 12, 2004

takktakk

það eru 2 Big Kahuna tónleikar frammundan og vil ég nefna þá við ykkur hér...

fyrst er Fimmtudagsforleikur 14. Október í Hinu Húsinu.. byrjar 8 og kostar ekkert innásamt okkur spila A Living Lie, Hljóðlæti og væntanlega Of Stars We Areog

svo er brjálaðustu tónleikar vetrarins 16. október í Selinu á Seltjarnarnesi...http://www.trymbill.is/augl.jpg <--- meira um það

takktakk

mánudagur, október 11, 2004

issississ

Ekki er ég búinn að vera að blogga lengi og held að öllum sé slétt sama um það þar sem engin les þetta blogg nema svona 3. En allavega hefur lýtið á daga mína dregið. Enþá þetta fjárans verkfall sem sést ekki í sólina fyrir. Það er ótrúlegt hvað maður verður þreyttur á að gera ekki neitt.

Við erum búnir að æfa upp á síðkastið þar sem það eru að öllum líkindum þrennir tónleikar í þessum mánuði.

Fimmtudaginn 14. = Hitt Húsið ásamt Living Lie (var Waste, síðar Hugsun).....
Laugardaginn 16. = Selið Seltjarnarnesi ásamt snillingunum Bertel, Ókind og hugsanlega Coral
Lok október = miðberg eða fellaskóli ásamt Gay Parad, Mammút, Lada Sport og einhverjum fleiri.

Tek það fram að það er ekkert víst um neina þesssa tónleika....fyglist bara með á www.big-kahuna.tk.



hmm.....hvað meira?

Mig langar dálítið mikið til að sjá Shins á Airwaves en það verður öruggla dálítið erfitt þar sem ég er ekki orðin 18 eða 21 eða hvað sem aldurstakmarkið er og síðan eru foreldrar mínir ekki það tónlistarlegasinnaðir að þau nenni á tónleika yfir höfuð. Það er bara til ein tónlist hjá þeim og það er Bylgju-tónlist. Það er nú meiri plebbaskapurinn. Nema að þau bæði hlustuðu á fína tónlist back in the days síðan þegar þau eldust þá fór það bara. Ætli það veðri þannig hjá mér? Krakkarnir mínir spurjandi "pabbi, afhverju hlustar þú ekki lengur á Belle & Sebastian"? Ég ætla rétt svo að vona að það gerist ekki.

Látum okkur sjá. Það er farið að vera kalt úti og ég á forljóta úlpu. En ég á þessa fínu vetlinga sem hafa bjargað mér. En eftir því sem það verður kaldara úti verður Breiðholtið dauðara og leiðinlegra. En það er sammt dálítið flott. Þegar maður labbar heim frá einhverjum vinskap þá er svona enginn úti og manni langar bara að syngja eithvað skemmtilegt því það er svo hljóðlátt eithvað. Síðan er stutt í jólin 70 og eithvað dagar. Sem er ekki langt. En afhverju hlakkar mig aldrei til jólana fyrr en á þorláksmessu eða eithvað? Ég hlakka meira til aðventunar heldur en aðfangadags. Ég held að það sé út af því að það er fátt feitara en að vera niðríbæ rétt fyrir jól og sjá alla plebbanna sem sváfu nokkrar vikur yfir sig og gleymdu að það væru að koma jól.




En plata dagsins er Slowblow með Slowblow....hún er feitt feitiari en feitt feitur japani




gefið mér Jazzmaster

þriðjudagur, september 28, 2004

Farðu í klippingu - lifi 7"

Þá er helgin búin og "vinnu-vikan" tekin við. Það er nú enþá lítið um vinnu hjá mér þar sem ég er enþá í kyrrsetu sökum verkfalls kennara. Þetta er það sem gerðist um helgina, hún var nú bara nokkuð góð (þar sem ég fékk 4sinnum kjúkling um helgina :).

Laugardagur:
Ælti minns hafi ekki bara vaknað um eitt leytið og byrjað að læra stærðfræði. Síðan man ég bara ekkert hvað gerðist eftir það. En um kvöldið var minns eithvað hjá Dagmar með einhverjum krökkum og síðan fórum við út í von um að fara í rúgbí með loftlausan sundbolta. Það var ekki allveg að ganga svo við fórum í fótbolta með loftlausa sundboltan. Það gekk ekki heldur svo við héldum bara aftur heim til hennar. Þar reyndi maður að horfa á einhverja Spike Lee mynd sem ég man ekki allveg í augnablikinu hvað heitir. Ekki var það allveg að ganga upp þar sem enginn nennti að horfa á þessa mynd.


Sunnudagur:
Ætli ég hafi ekki bara vaknað um svipað leyti og daginn áður og lært stærðfræði. En síðan fór minn bara á Þjóðminjasafnið. Það var nú meira fjörið helling að sjá. Eftir þetta fórum við til hennar ömmu gömlu með ís. Það var þá sem Axel hringdi í mig og "bauð" mér í mat. Ég bara eithvað "jájá". Þegar ég var kominn heim þá fór ég til Þóreyjar (þar sem "matarboðið" var) og voru þá ekki bara eithvað milljón krakkar. Jón, Magga, Axel, Lísa, Þórey (náttúrulega), Dagmar, Geir og Villi. Viti menn að það var kjúklingur í matinn. Eftir að við vorum búin að eta þá var einhver asnalegur leikur þar sem einhver setti eina heila möndlu og eina hálfa möndlu í ísinn (sem við fengum í desert) . Sá sem fékk heila möndlu vaskaði upp og sá sem fékk hálfu möndlu þurkaði. Og viti menn auðvitað var hálfa mandlan í mínum disk og heila í Jóns. Og vá hvað Jón er slappur vaskuppari. En þetta var nú sammt hið ágætasta kveld.


Mánudagur:
Veit að þessi dagur er ekki hluti af helginni en ég ætla nú líka að skrifa um hann. Ég fór til Axels um 2 leytið (eftir að ég var búinn að vakna og læra). Þar vorum við bara tveir að horfa á uppáhalds þáttinn okkar 'Paradise Hotel' þangað til Lísa kom. Þá horfðum við þrjú á 'Paradies Hotel'. En síðan fórum við í bæinn. Ég ætlaði að kaupa mér nýja Interpol diskinn Antics en neinei einhver seinkunn var á honum svo að hann kemur ekki fyrr enn á miðvikudag, sagði kallinn í búðinni...En ég kom þó heim með Hudson Wayne 7". Hún er geðveik, sammt er hún bara tveggja laga. En Axel keypti sér Waiting for the Sun og Soft Parade með The Doors á útsölu í Skífunni. Um kvöldið nauðgaði ég síðan bara nýju 7"-inni minni og einhverri Sparks 7" sem ég fann og Trúbrot - Starlight 7"-inni.




...núna er minns bara að hlusta á einhvern gaur sem heitir Dokaka að syngja 21st Century Schizoid Man eftir King Crimson. Þessi Dokaka söng víst eithvað inn á Medúlla með Björk. Magnaður fjandi.



Plöturdagsin eru 7".


bæbæ

föstudagur, september 24, 2004

æfing og læti

Minns vaknaði við símhringinu frá múttu í morgun og fór að læra líffræði og stærðfræði. Það var jafn hresst eins og feitur Japani, sem eru mjög hressir. Síðan um hádegis bilið hljóp ég út í 10-11 til að kaupa mér í svangin og hljóp síðan til Bergs. Ástæðan fyrir því að ég hljóp var að það var rigning úti. Ég og Beggi fórum hins vegar bara í Tony Hawk og hlustuðum á úrvalstóna í boði Pavement (Wowee Zowee) það var gaman. Eftir dágóða stund í þessum líka fína leik þá höfðum við samband við Jón Val og fóru stuttu seinna á hljómsveitar æfingu. Það var nú meiri æfingin. Við æfðum í svona hálftíma og síðan ætluðum við að kenna Grím trommu "fill" til að nota í laginu og það tókst ekki betur en svo að það tók okkur um annan hálftíma og viti menn......hann náði því aldrei. Þannig að þessi hálftími fór til einskins (ekki að við ætluðum að nota hann í eithvað annað). Það var nú meira ruglið.



Annars er ég bara núna að hlusta á Mutations með Beck sem er sennilegast mín uppáhalds plata með honum og í því tilefni verður hún plata dagsins.....mæli líka með að þið kíkjið á síðuna hans. Hún er feitur japani. www.beck.com



bleess

fimmtudagur, september 23, 2004

hnefafylli af dollurum

Jahá....en einn leiðinlegur dagur í þessu ömurlega verkfalli sem er ekkert að fara að ljúka þar sem kjaradeilnafundinum sem var haldin í dag skilaði engum árangri og var slitið eftir tveggja klukkutíma samræður. Ekki bætir það að ég er hálf-slappur svo ég hef ekkert getað farið útúr húsi.

Ég horfði á Fistfull of Dollars í dag. Það er nú aldeilis myndin. Ég skildi ekki rassgat hvað var að gerast. Verð endilega að horfa á hana með texta. En eitt get ég sagt að tónlistin er kengil-mögnuð. Það er þessi virði að horfa á myndina þó þú skiljir ekki neitt bara tónlistarinnar vegna.



Síðan gerðist ég líka svo sorglegur að horfa á sorglegasta þátt sem sýndur hefur verið í íslensku sjónvarpi, Paradise Hotel. Hann er svo sorglega sorglegur, allir grátandi og svíkjandi hvort anna og fólkið veit aldrei hverju það á von á. Kemur gamall kærasti í heimsókn eða ekki. Hreint út sagt sorgelgur þáttur í alla staði.

djöfull langar mig líka á Grand Rokk í kveld. Útgáfutónleikar Hudson Wayne vegna nýju 7" þeirra, Sentimental Sweater.


plötur dagsins:
The Great Escape með Blur (rosalega flottur gripur sem hefur fallið í skugga Parklife sem kom út árinu áður)
Deja Vu með Crosy, Stills, Nash & Young (eitt ömurlegasta nafn á hljómsveit fyrr og síðar)
Sea Changes með Beck (hlakka til að heyra nýju plötuna með manninum sem getur ekki gert lélegar plötur)
Things We Lost in Fire með Low (fallegt, fallegt, fallegt)



Nú er minns bara að bíða eftir að brúnkakan sem ég er að baka úr Vilko (ligguð við eins og hljómsveitin (WILCO)) pakka deiginu verði til.

miðvikudagur, september 22, 2004

dagurinn í dag

Já dagurinn í dag var frekar slappur, þar sem ég er dálítið slappur...held að ég sé að verða veikur.
Horfði á Nóa Albínóa og Hellboy, lærði eithvað og skrapp síðan á æfingu með nýstofnaðari hljómsveit Halldórs, Rúnars, Hlyns og Borgþórs.
Það var netta gaman, komu mér skemmtilega á óvart. Ekki vissi maður að Dóri kynni eithvað á gítar og Borgþór orðin svona góður (fyrir þá sem ekki vita var/er Borgþór bassaleikarinn í Alfreð). Voru reyndar með fá lög á dagskrá þar sem þetta var önnur æfingin þeirra. Óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Fylgist með þessum piltum.






Plötur dagsins:
In Casino out með At The Drive-in (yeah.....)
The Curtain hits the Cast með Low (mmm.....)
After the Goldrush með Neil Young (úúúúú......)
Live at L 'Olympia með Jeff Buckley (fffoookkkk...)


takk og bless

eftir gullæðið

I was lying in a burned out basement
with the full moon in my
eyes.
I was hoping for replacement
when the sun burst thru the
sky.
There was a band playing in my head
and I felt like getting
high.
I was thinking about what a,
friend had said
I was hoping it was
a lie.
Thinking about what a,
friend had said
I was hoping it was a
lie.

- Neil Young - After the Goldrush

össössöss

mánudagur, september 20, 2004

köld kvöld

Hæ, byrjar hér með mín bloggfærsla þetta líka kalda en jafn framt ágæta kveld 20 september. Ekki margt merkilegt búið að gerast seinustu daga en sammt eithvað.

Var á einum bestu tónleikum sem ég hef farið á í gær. Blonde Redhead í Austurbæ. Það var ógeðslega gaman.
Maður að nafni Skúli byrjaði kveldið með tilraunakenndri klassík. Nokkuð flott. Með honum í liði voru Hilmar gítargúrú með meiru, Jóhann Apparat-ari og síðan tvær stelpur sem mér sýndist vera úr múm.
Eftir þeim kom síðan Slowblow. Á sviðinu voru þó ekki bara Dagur og Orri heldur voru þarna 4 múmliðar með í för. Þetta er eitt það flottasta og fallegasta íslenska tónlist sem um eyru mín hafa flogið seinstu árin, sérstaklega flott Very Slow Bossanova. Ég hefði allveg verið til í að enda kvöldið þarna þar sem mér datt ekki í hug að tónleikarnir gætu orðið betri.
En neinei þá mættu aðalstjörnur kvöldsins á sviðið. Kazu, Amadeo og Simone. Þetta er það sem ég elska við svona "underground" bönd að þau fóru bara að sándtékka og stilla upp sínu dóti bara í rólegheitum á sviðinu áður en þau byrjðu. Ekki sá maður Coldplay eða Placebo eithvað vera að hjálpa róturunum sínum við uppstillingu. En eftir að allt var klárt byrjuðu þau og VÁ!!! Þau byrjuðu á einu af mínum uppáhalds Falling Man (af Missery is a Butterfly) og eftir fylgdu hver slagarinn á fætum öðrum. Þetta var bara kristinboð og örugglega gaman að vera í hljómsveit á svona kveldi. Troðfullur salur með fólki sem kom einungis til að hlusta á tónlistina þína..........mmmmm........mmmmmmmm....takk fyrir mig ef þið skilduð vera að lesa þetta Blonde Redhead.

...

Síðan er það málið sem er á allra vörum, kennaraverkfall. Þar sem ég er í 10. bekk er ég ekki hreint út sagt sáttur við þetta. Skil og virði allveg hvað kennararnir eru að reyna að fá fram en gátu þeir ekki frestað því fram á næsta ár svo að ég geti tekið mitt samræmda próf í friði? Neinei aldrei er hlustað á okkur. :p



fátt annað að frétta, en plata kveldsins er:



Bowery Electric með Bowery Electric frá 1995 (kranky), massagripur og ekta kvöldtónlist.




thank you come again

miðvikudagur, september 15, 2004

Thorsmörk

Hæ.

Þá er minns mættur frá öræfum Íslands. Skólinn var svo rausnarlegur að skipuleggja ferð upp í Þórsmörk. Þetta var nú ætluð sem ferð fyrir 10 bekk en frekar slæm þátttaka gerði þetta eiginlega bara að bekkjarferð 10.-HS (s.s. minn bekkur) plús einhverjir nokkrir úr hinum tvem bekkjunum. En þetta var sammt mjög skemmtileg ferð.

Rétt í þessu komu síðan Begg, Tinna og Dísa í heimsókn og báðu mig að koma út. En ekki held ég það sko, minns þreyttur og veðurbarinn (nei við þetta síðara) og nennti ekki. Frekar fór ég niður í tölvuna að hlusta á hann Bob Dylan....sem ég er enþá að gera í þessum skrifuðu orðum)

En nú fer að styttast í yfirvofandi kennaraverkfall (næsta mánd.) og Blonde Redhead(næsta sunnd.) Ég hefði allveg verið til í verkfall í 1-8 bekk (kanski 9 bekk) en ekki svona rétt fyrir samrændu prófin (þó að maður lærir ekki allt fyrir prófin á einu ári...en sammt). En annars hlakka ég mjög svo til Blonde Redhead á sunnudaginn. Ég og Begg munum skemmta okkur konungslega þrátt fyrir að engin annar hefði nennt með okkur. Hí á þá.



En ég held að núna sé komið nóg. Þangað til næst...bæ

Plötur dagsins:
Interpol - Antics (verð að hætta að hlusta á hana)
The Fiery Furnace - Blueberry Boat (besta indí-ópera sem ég hef hlustað á - líklegast líka sú eina)
Bob Dylan - The Freewheelin'
Kimono - Mineur Aggressif (gamall gullmoli sem ég gróf upp fyrir ferðina)
Blur - Blur


...I give them my heart but the wanted my soul, don't think twice it's alright.

laugardagur, september 11, 2004

Hvíti kastalinn

Halló......

Hér skrifa ég eftir dágóðan tíma. Málið er það að við erum búnir að vera að æfa mikið og strangt seinustu kvöld svo að ég hef ekki nennt að blogga (hefði sennilegast ekki nennt því heldur).

Við vorum að spila á tónleikum í gær ásamt Amos, Atómstöðinni, Mammút, Te, Helíum og Brothers Majere. Það var bara fínt. Fyrstu tónleikar Gríms og stóð hann sig bara með prýði miðað við mánaðarlangan trommuferil. Mammút voru æðisleg að vanda og Te og Brothers Majere einnig. Síðan eru einhverjir fleiri tónleikar á næstunni skilst mér. En meira um þá þegar meira verður vitað.

En í kveld fór ég í bíó með Jón, Möggu, Axel, Lísu, Þórey, Geir, Villa og Ladda á Harold and Kumar Goes to White Castle. Hún var frábær og allveg æðislegt atriði þegar Marijúana pokinn fór að dansa..... . Eftir það fórum við heim til Jón Vals. En þetta var í fyrsta skipti fyrir marga að koma heim til Jóns. Síðan var Jón svo góður að gefa mér Í þessi sekúndubrot sem ég flýt með Maus eftir áralangt suð (málið er að hann á tvo, er einn ekki allveg nóg?).


Eins og ávalt þá enda ég þessa bloggfærslu á plötum dagsins/kveldsins. Þær eru að þessu sinni:

Interpol - Antics (ekki slappari en frumburðurinn frábæri)
Maus - Í þessi sekúndu brot sem ég flýt (frábærir textar, melódíur og útsetningar)
Neil Young - After The Goldrush (samið eftir Goldrush með Charlie Chaplin og er fyrir vikið stúfull af frábærum texta hugmyndum, eitt af mínum all-time uppáhaldslögum er að finna hérna, titil lagið sjálft)

en takk fyrir

föstudagur, september 03, 2004





Já krakkar þið giskuðu rétt í dag er 3 september og er sko aldeilis merkis dagur þar sem Bergur Thomas Andreson, sem á þessa frábæru hendi hér fyrir neðan, á afmæli í dag. Hann er 16 ára í dag litli strákurinn. Endilega faðmið hann þegar/ef þið sjáið hann. Hann á það svo sannarlega skilið.

Enn meira er á dagskrá þessa ágætis dags. Eftir skóla fór ég heim til Axels. Hann er nú alltaf sami hressi strákurinn. Hjá honum misnotuðum við gítarinn hans og bróður hans og spiluðum lög á borð við "Tell her Tonight" með Franz Ferdinand, "Gone For Good" með The Shins, Pulp Fiction þemað og guð veit hvað annað.

en plötur dagsins eru eftirfarandi:

The Smiths - Meat is Murder
Björk - Medulla
Franz Ferdinand - Franz Ferdiand

bæbæ

fimmtudagur, september 02, 2004

Búmmstjékkabúmmstjékkabúmmsbaba

Já sælir verið þið landsmenn nær og fjær, verið velkomin á nýju blogg síðuna mína. Ég nennti ekki að stunda hina lengur, en í þessum töluðu orðum nenni ég að vera með blogg síðu. En ég veit ei hve aktíf þessi síða verður.

Annars er fátt að frétta. Ný búinn að vera veikur, er reyndar smá slappur enþá en það breytir engu. Planað í þessum líka ágæta september mánuði
10. Tónleikar með Big Kahuna í hólmaseli, ásammt Amos, Atómstöðinni, Dikta, Mammút og fleirum.
13.-15. skólaferð með skólanum (duhh) upp í Þórsmörk, það verður vonandi rosafjör.
19. Blonde Redhead tónleikar í Austurbæ. :)


dagsins plötur:
Blonde Redhead - Missery Is A Butterfly (falleg-tónlist)
Joy Division - Les Bains Douches "live" (miðdags-tónlist)
Idiot Flesh - Fancy ("vektu-mig"-tónlist)
Death Cab For Cutie - The Photo Album (læru-tónlist)
Ennio Morricone - A Fistful of Dollars OST (borðu-tónlist)


bless í bili