fimmtudagur, maí 25, 2006

brake down baby

Gott kvöld

Seinustu dagar hafa verið frekar þungir, þar á meðal minn eigin afmælisdagur. En það er bara skemmtilegt. Því á eftir þungum dögum koma góðir dagar og með góðum dögum kemur góð mússík:

Dj Shadow vs. Cut Chemist

shadow vs. chemist

Það kannast allir við hinn fáránlega súper svala Josh Davis, Dj Shadow, ýmist fyrir tímamóta instrumental hip-hop plötu sína Entroducing..., trip-hop side-project hans og James Lavelle, U.N.K.L.E., eða einhverja af hans fjölmörgu mixteipum eða remixum. Cut Chemist er ekki slæmur heldur. Hann hefur gefið út þó nokkur heeeevvvví mixteip ásamt því að vera meðlimur í West-Coast funk-rapp bandinu Jurassic 5. Á plötunni Brainfreeze koma þeir félagar saman, ekki í fyrsta skipti, og mixa saman eldgömlum og sjaldfundnum 45 og 33 snúningum ásamt þeirra eigin dóti. Skilar þetta sér í einu besta hip-hop mixi allra tíma og ekki var það verra að þessi plata er illfáanlega sökum mjög takmarkaðs upplags. En hún kom út 1999 hjá Sixty7 og gef ég sjálfum mér leyfi að pósta allri plötunni. Ef ykkur líkar við þetta tjékkið þá á Product Placements með þeim félögum sem kom út 2001.

Dj Shadow vs. Cut Chemist – Brainfreeze (Part 1)
Dj Shadow vs. Cut Chemist – Brainfreeze (Part 2)

Lupe Fiasco

Lupe Fiasco

Lupe Fiasco mun gefa út plötuna Food and Liqour í júlí á þessu ári og boða fyrstu hlustannir efnivið í millistóra rappstjörnu. Ef ég vissi ekki betur þegar ég heyrði þessa plötu þá mundi ég halda að Kanye West ætti yngri bróðir og mér finnst hún líða dálítið fyrir það hversu lík hún er verkum West. En þess má með gamni geta að Lupe rappar einmitt á Touch the Sky af Late Registration með Kaney West. En aftur af plötunni, hún angar öll af big-band og sinfóníulegum sömplum ásamt úber mjúkum og grúví hip-hop bítum og textarnir snerta oft á sætum málefnum. Tökum t.d. bara fyrsta smáskífu lagið Kick Push, það fjallar um strák sem var ekkert svo góður að skeita en síðan nær hann að lenda fyrsta Kickflippinu sínu og þaðan var ekki aftur snúið en yfirvöld voru alltaf að banna honum að skeita. Mjög fallegt lag....

Lupe Fiasco – Kick Push

Love Will Tear Us Apart



Love Will Tear Us Apart með Joy Division er með betri lögum sem samin hafa verið (IMHO...lol) og þykir mér einkar skemmtielgt að leita uppi ábreiður af þessu fáránlega frábæru lagi. Það kom út í Apríl mánuði 1980 og nokkrum vikum seinna fyrirfór Ian Curtis, söngvari hljómsveitarinnar, sér.Ég á nokkrar frekar áhugaverðar og ætla ég að deila nokkrum þeirra með ykkur. Sú fyrsta er með hljómsveitinni Fall Out Boy sem er kanski einna helst þekkt fyrir sinn kraftmikla, ærslafulla og illskiljanlega flutning á síðan massíva númeri Suggar We’re Going Down.

Fall Out Boy – Love Will Tear Us Apart

Heldur hefðbundin útgáfa þeirra félaga. Næsta útgáfa er hinsvegar mun meira spennandi en hún er með eyðimerkur töffurunum í Calexio. Þarna leika þeir á alls oddi á aðeins einum hljómi allt lagið og verð ég að segja fyrir minn smekk að það er geðveikt. Þetta lag má finna á safnplötunni Sweetheart: Love Songs sem Universal gaf út 2004 í samvinnu við Starbucks og inniheldur, ásamt þessu lagi, m.a. flutning Rufus Wainwright á My Funny Valentine og Neko Case af Buckets of Rain.

Calexio – Love Will Tear Us Apart

Að lokum ætla ég að henda inn útgáfu skosku hljómsveitarinnar Bis. Þau gáfu út þessa útgáfu á japanskri útgáfu plötu þeirra Return to Central frá 2001. Elektró búggí og sumar

Bis – Love Will Tear Us Apart


Parts & Labor

pandl

Eins og almenningur veit þá er fátt fallegra en vel bjagaðir, layer-aðir gítarar og hljómborð og þess vegna er ég að fýla nýjustu plötu Brooklyn bandsins Parts & Labor sem ber nafnið Stay Afraid. Hljómsveitin er tríó og var stofnuð 2002 af Dan Friel og B.J. Warshaw en þeir unnu báðir á hinum sögufræga tónleika stað the Knitting Factory í New York. Tónlist þeirra minnir mig á samblöndu af Lighting Bolt og Blink 182 í raftækjaverslun. Ekki slæmt. En allavega heitir þetta lag New Buildings og er á áðurnefndri plötu Parts & Labor sem er þriðja plata hljómsveitarinnar en sú fyrsta fyrir útgáfufyrirtækið Jagjaguwar sem inniheldur nú þegar hljómsveitir á borð við Black Mountain, Okkervil River og Pink Mountaintops.

Parts & Labors – New Buildings


Látum þetta gott heita í bili

sunnudagur, maí 14, 2006

hey mr. mutantjohn@hotmail.com

Hæ.

Einhverntíman sagðist ég ætla að helga þetta blogg tónlist en hef engan vegin staðið mig í stykkinu. Hinsvegar ætla ég að reyna að gera breytingu á því með þessari færslu. Langar mig að byrja á að kynna til leiks, ferska og sæta frá Svíþjóð:

El Perro Del Mar

El Perro Del Mar

Ég veit ekki hvort það sé bara ég en ég hef alltaf skynjað Abba sem hálf dapurt band. Ekki í þeim skilningi að það sé leiðinlegt, heldur hafa öll lögin þennan norræna-depurðleika yfir sér. Sama get ég sagt um samlanda þeirra Jens Lekman, þrátt fyrir að hann sé kíminn kall, og mér sýnist vera sama á teningunum hjá hinni skandinavísku El Perro Del Mar, eða það er allavega nafnið á verkefni hennar en ég hef ekki hugmynd um hvað hún heitir (en ég vill giska að hún heitir Sarah). Allt þetta verkefni á víst að hafa byrjað sem óður til hundsins hennar hvort sem eithvað sé til í því, þar sem við vitum öll að tónlistarmenn eiga til að ljúga um uppruna sinn til að halda yfir sér ákveðni mistík. Man ég einmitt sögu af Michael Stipe, söngvara R.E.M., sem sagðist aldrei hafa heyrt Bítla lög þangað til hann var á þrítugs aldri, en sú saga verður að bíða betri tíma. En þetta lag er af plötunni “Baby, I've been in a bad place” sem kom út 2004 og má einnig finna á nýútkominni safnplötu með smáskífum hennar “Look! It’s El Perro Del Mar!”.

El Perro Del Mar - Party

Why?

Why?

Ég fór í Smekkleysu plötubúð um daginn og bað Benna Skáta að láta mig fá eithvað ódýrt og fallegt með próflestri. Hann lét mig hafa Sandollar EPið með hljómsveitinni Why?, sem ég hafði enga hugmynd hvað var og veit varla enn. Þegar ég kom heim var ég lengi að reyna að rifja upp hvort bandið héti Why? eða Sandollar, veit ekki hvort væri skárra. Allavega er Why? verkefni tónlistarmansins Yoni Wolf sem semur fallegar píanó popp gælur sem eiga það þó til að fara út í eitnhvern hip-hop fíling, eða á víst að hafa gert það á fyrstu plötum hans. Allavega er þetta lag af bæði þessari annars mjög fínu EP plötu og nýjustu plötu karlsins “Elephant Eyelash” sem kom út á Anticon í fyrra.

Why? – Sand Dollars

that dog.



that dog (skrifað með litlum stöfum) er hljómsveit gamalt LA band sem ég kynntist ekki alls fyrir löngu. Hljómsveitin inniheldur 3 gellur og einn karlskörung. Hljómsveitin spilar svona feel-good kalífórnískt rokk, ekkert of ósvpað Weezer. Það sem dró mig að þessari hljómsveit eru systurnar Rachel og Petra Haden, dætur jazzgeggarans Charlie Haden. En þessar stúlkur hafa verið í hinum og þessum hljómsveitum. Báðar voru þær í legendary hljómsveit Matt Sharp, fyrrum bassaleikara Weezer, The Rentals (sem er einmitt að koma saman aftur, þó án þeirra), Rachel spilaði með Jimmy Eat World og Petra er nú í The Decemberist sem margir ættu að kannast við en hún hefur einnig spilað inn á plötur með Beck, Mike Watt, Foo Fighters og Green Day. Einnig gaman að segja frá því að systir þeirra, Tanya Haden er gift leikaranum Jack Black. Þetta lag er af svanasöng that dog, “Retreat From the Sun” frá 1997 sem kom út hjá Geffen.

that dog. - Minneapolis (þetta er .m4a fæll sem á að geta spilast einungis í iTunes)


Látum þetta gott heita í bili



Og endilega tjáið ykkur