sunnudagur, maí 14, 2006

hey mr. mutantjohn@hotmail.com

Hæ.

Einhverntíman sagðist ég ætla að helga þetta blogg tónlist en hef engan vegin staðið mig í stykkinu. Hinsvegar ætla ég að reyna að gera breytingu á því með þessari færslu. Langar mig að byrja á að kynna til leiks, ferska og sæta frá Svíþjóð:

El Perro Del Mar

El Perro Del Mar

Ég veit ekki hvort það sé bara ég en ég hef alltaf skynjað Abba sem hálf dapurt band. Ekki í þeim skilningi að það sé leiðinlegt, heldur hafa öll lögin þennan norræna-depurðleika yfir sér. Sama get ég sagt um samlanda þeirra Jens Lekman, þrátt fyrir að hann sé kíminn kall, og mér sýnist vera sama á teningunum hjá hinni skandinavísku El Perro Del Mar, eða það er allavega nafnið á verkefni hennar en ég hef ekki hugmynd um hvað hún heitir (en ég vill giska að hún heitir Sarah). Allt þetta verkefni á víst að hafa byrjað sem óður til hundsins hennar hvort sem eithvað sé til í því, þar sem við vitum öll að tónlistarmenn eiga til að ljúga um uppruna sinn til að halda yfir sér ákveðni mistík. Man ég einmitt sögu af Michael Stipe, söngvara R.E.M., sem sagðist aldrei hafa heyrt Bítla lög þangað til hann var á þrítugs aldri, en sú saga verður að bíða betri tíma. En þetta lag er af plötunni “Baby, I've been in a bad place” sem kom út 2004 og má einnig finna á nýútkominni safnplötu með smáskífum hennar “Look! It’s El Perro Del Mar!”.

El Perro Del Mar - Party

Why?

Why?

Ég fór í Smekkleysu plötubúð um daginn og bað Benna Skáta að láta mig fá eithvað ódýrt og fallegt með próflestri. Hann lét mig hafa Sandollar EPið með hljómsveitinni Why?, sem ég hafði enga hugmynd hvað var og veit varla enn. Þegar ég kom heim var ég lengi að reyna að rifja upp hvort bandið héti Why? eða Sandollar, veit ekki hvort væri skárra. Allavega er Why? verkefni tónlistarmansins Yoni Wolf sem semur fallegar píanó popp gælur sem eiga það þó til að fara út í eitnhvern hip-hop fíling, eða á víst að hafa gert það á fyrstu plötum hans. Allavega er þetta lag af bæði þessari annars mjög fínu EP plötu og nýjustu plötu karlsins “Elephant Eyelash” sem kom út á Anticon í fyrra.

Why? – Sand Dollars

that dog.



that dog (skrifað með litlum stöfum) er hljómsveit gamalt LA band sem ég kynntist ekki alls fyrir löngu. Hljómsveitin inniheldur 3 gellur og einn karlskörung. Hljómsveitin spilar svona feel-good kalífórnískt rokk, ekkert of ósvpað Weezer. Það sem dró mig að þessari hljómsveit eru systurnar Rachel og Petra Haden, dætur jazzgeggarans Charlie Haden. En þessar stúlkur hafa verið í hinum og þessum hljómsveitum. Báðar voru þær í legendary hljómsveit Matt Sharp, fyrrum bassaleikara Weezer, The Rentals (sem er einmitt að koma saman aftur, þó án þeirra), Rachel spilaði með Jimmy Eat World og Petra er nú í The Decemberist sem margir ættu að kannast við en hún hefur einnig spilað inn á plötur með Beck, Mike Watt, Foo Fighters og Green Day. Einnig gaman að segja frá því að systir þeirra, Tanya Haden er gift leikaranum Jack Black. Þetta lag er af svanasöng that dog, “Retreat From the Sun” frá 1997 sem kom út hjá Geffen.

that dog. - Minneapolis (þetta er .m4a fæll sem á að geta spilast einungis í iTunes)


Látum þetta gott heita í bili



Og endilega tjáið ykkur

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

why? er mjög gott dót. ef þú ert að fíla þetta mæli ég með því að þú tékkir á restiform bodies. það er reyndar meira hiphop, meira psych og meira electro en er fáránlega næs og er búið að vera prófatónlistin mín (ásamt rather ripped og axes of evol og rusty með rodan)... svo auðvitað líka 13 & god ef þú ert ekki búinn að tékka á þeim sem er jafnvel enn ljúfara. og sole, alias&tarser, darc mind. bara öllu anticon. það er mest allt gott. nema kannski sólódótið hjá dosh. það er leiðinlegt.

bæ.

Nafnlaus sagði...

haha þið eruð svo sætir... mikið er ég ánægð að hafa svona artí nörda með mér í listaráði næsta vetur:D
uss... ég verð að fara að verða duglegri að downloada eftir prófin, tékka á þessu stöffi ykkar

hallssonur sagði...

Já þið eruð nú meira listaráðið. Annars já ég þarf að tékka á þessu.

Lifi mp3 blogg! (þótt ég hafi ekki viljað gerast svo artý í síðustu færslu minni)

Ég hél hins vegar að þú myndir henda inn einhverju með Smog eða (Smog), svona í tilefni dagsins. Kannski jú frekar með Smog, ef marka má Árna Matt í gærmorgun, þá er kannski meira óútgefið laumueftni til með honum undir því nafni.

hallssonur sagði...

Já ég er að fíla El Perro Del Mar vel, alveg frekar töff. Why? er alveg ágætt en æjjji mér finnst That Dog heldur leiðinlegt..

Þú mátt samt gjarnan láta mig fá eitthvað með El Perro Del Mar seinna meir.

Nafnlaus sagði...

mér finst ívar ógeðslegur.
1.El Perro del mar, er eins og ég er búin að segja þér freeekar feitt dót
2.mér líkar svo vel við Why? að ég sef sjá þeim
3.that dog er bara ekki svo slæmt. alveg samt svona dót sem ég þarf að hlusta á nokkrum sinnum og venjast.. örugglega því að það er gella að syngja.
mér finnst gellur ógeðslegar.
vá ég get ekki hætt að hlusta á el perro del mar lagið.

gratsías.