föstudagur, júlí 15, 2005

laugardagur, júlí 09, 2005

upptökur og tónleikar

Hæ.

Þá er stúdíó Deathstar komið í notkun. Við tókum okkur til og tókum upp lagið "I'm ok" (áður þekkt sem Music Life is Hard, þar áður Jakob by the Rhina). Ég held að við séum allir frekar ánægðir með útkomnuna og mun hún lýta dagsins ljós á Grapewine Icelandic Survival-kit mix diski sem gefin/seldur verður túristum ásammt harðfiski.

En ég var á tónleikum áðan. Eða var semsagt að spila á tónleikum með Fighting Shit, Þóri og AGAINST (fokkin) ME!!! Það var ógeðslega gaman. Bjóst við að engin mundi nenna að hlusta á okkur þar sem við erum ekki allveg sá bolli sem ég hélt að íslenska hardcore senan mundi hlusta á en viti menn, það voru nokkrir hausar að hristast þarna og kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu svo ég var býsna ánægður með það og eftir það varð spilamenskan okkar skemmtielgri (eða allveg skemmtilegra að spila). Fighting Shit voru æði og Þórir líka en Against Me! voru kóngar í ríki sínu. Ég er tiltölulega nýbyrjaður að hlusta á þessa hljómsveit en ég gat sammt trallað með í nokkrum lögum, ótrúlega hressir á sviði með þvílíkt cathy lög og gæsahúðsframkallandi singalong. Frábært band. Mæli með fyrir þá sem misstu af þeim að fara á morgun á Grand Rokk og berja þá augum.

En lag kvöldsins er "Turn Those Clapping Hands Into Angry Balled Fists" með Against Me! og plata kvöldsins "Lust For Life" með Iggy Pop


blee