þriðjudagur, október 26, 2004

afsakið hlé

Sæl og blessuð...



Afsakið hléið mitt í þessu blessunarlega bloggi. Ég er búinn að vera latur við það seinustu daga, eins og reyndar allt annað í lífinu. Ég vill fá að kenna þessu verkfalli um það. Það er að ganga með mann í gönur. Ég sem ætlaði sko sannarlega að vera duglegur að læra í "fríinu" hef ekki staðið við orð mín. Byrjaði rosalega vel svona fyrstu vikuna síðan fór það aðeins minkandi og síðan minkaði það meira þangað til það var orðið að kuski. En í dag er ég breyttur maður og vaknaði árla þennan morgun og byrjaði duglegur að læra og stefni á að halda því næstu vikur.

En eins og í skólanum tekur maður sínar frímínútur og ætla að ég eyða þeim í að byrja að horfá á "Good Will Haunting". Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera að hlusta á Elliott Smith í allan dag. Either/Or til að vera nákvæmari. Og síðan þegar kom að laginu "Miss Missery" (sem ég hafði laumað aftaná diskinn þá vaknaði upp þessi löngun hjá mér að horfa á myndina. Fyrir þá sem vita ekkert hvernig næstum óþekktur Elliott Smith (sem átti árs dánar afmæli fyrir nokkrum dögum) tengist "Good Will Haunting" þá skal ég segja ykkur það að "Miss Missery" er hálfgert titil-lag myndarinnar og vann það til Óskarsverðlauna 1997 að mig minnir (myndin kom allavega út þá).



...til að ljúka þessum pósti hérna vill ég bæta við texta broti úr "Miss Missery":

I’ll fake it through the day
With some help from johnny walker red
Send the poison rain down the drain
To put bad thoughts in my head
Two tickets torn in half
And a lot of nothing to do
Do you miss me, miss misery
Like you say you do?


takk fyrir tíman ykkar, farinn er ég að horfa á filmu

laugardagur, október 16, 2004

hvetjandi dagur, andríkt kvöld

If you’re living the unliveable
By loving the unloveable
It’s time to start changing the unchangeable
By leaving the unleaveable

Come on

If you’re living the unliveable
By loving the unloveable
It’s time to start breaking
The unbreakable
And replacing the irreplaceable

(smog) - Inspirational



yessörí.....

er til flottari text?



Ennnnnnnnnnnn tónleikar í kvöld, ásamt mega-stór-hyper-böndunum Coral, Ókind, Bertel og fleiri ekki-jafn-mega-stór-hyper-bönd-en-sammt-heví bönd. Byrjar klukkan 8 að ég held í félagstmiðstöðinni SELINU á Seltjarnarnesi. Verið þar eður ei.


plötur dagsins:
Talk Talk - Laughing Stock
Jim O'Rourke - Insignifacation
Smog - Red Apple Falles

:)

þriðjudagur, október 12, 2004

takktakk

það eru 2 Big Kahuna tónleikar frammundan og vil ég nefna þá við ykkur hér...

fyrst er Fimmtudagsforleikur 14. Október í Hinu Húsinu.. byrjar 8 og kostar ekkert innásamt okkur spila A Living Lie, Hljóðlæti og væntanlega Of Stars We Areog

svo er brjálaðustu tónleikar vetrarins 16. október í Selinu á Seltjarnarnesi...http://www.trymbill.is/augl.jpg <--- meira um það

takktakk

mánudagur, október 11, 2004

issississ

Ekki er ég búinn að vera að blogga lengi og held að öllum sé slétt sama um það þar sem engin les þetta blogg nema svona 3. En allavega hefur lýtið á daga mína dregið. Enþá þetta fjárans verkfall sem sést ekki í sólina fyrir. Það er ótrúlegt hvað maður verður þreyttur á að gera ekki neitt.

Við erum búnir að æfa upp á síðkastið þar sem það eru að öllum líkindum þrennir tónleikar í þessum mánuði.

Fimmtudaginn 14. = Hitt Húsið ásamt Living Lie (var Waste, síðar Hugsun).....
Laugardaginn 16. = Selið Seltjarnarnesi ásamt snillingunum Bertel, Ókind og hugsanlega Coral
Lok október = miðberg eða fellaskóli ásamt Gay Parad, Mammút, Lada Sport og einhverjum fleiri.

Tek það fram að það er ekkert víst um neina þesssa tónleika....fyglist bara með á www.big-kahuna.tk.



hmm.....hvað meira?

Mig langar dálítið mikið til að sjá Shins á Airwaves en það verður öruggla dálítið erfitt þar sem ég er ekki orðin 18 eða 21 eða hvað sem aldurstakmarkið er og síðan eru foreldrar mínir ekki það tónlistarlegasinnaðir að þau nenni á tónleika yfir höfuð. Það er bara til ein tónlist hjá þeim og það er Bylgju-tónlist. Það er nú meiri plebbaskapurinn. Nema að þau bæði hlustuðu á fína tónlist back in the days síðan þegar þau eldust þá fór það bara. Ætli það veðri þannig hjá mér? Krakkarnir mínir spurjandi "pabbi, afhverju hlustar þú ekki lengur á Belle & Sebastian"? Ég ætla rétt svo að vona að það gerist ekki.

Látum okkur sjá. Það er farið að vera kalt úti og ég á forljóta úlpu. En ég á þessa fínu vetlinga sem hafa bjargað mér. En eftir því sem það verður kaldara úti verður Breiðholtið dauðara og leiðinlegra. En það er sammt dálítið flott. Þegar maður labbar heim frá einhverjum vinskap þá er svona enginn úti og manni langar bara að syngja eithvað skemmtilegt því það er svo hljóðlátt eithvað. Síðan er stutt í jólin 70 og eithvað dagar. Sem er ekki langt. En afhverju hlakkar mig aldrei til jólana fyrr en á þorláksmessu eða eithvað? Ég hlakka meira til aðventunar heldur en aðfangadags. Ég held að það sé út af því að það er fátt feitara en að vera niðríbæ rétt fyrir jól og sjá alla plebbanna sem sváfu nokkrar vikur yfir sig og gleymdu að það væru að koma jól.




En plata dagsins er Slowblow með Slowblow....hún er feitt feitiari en feitt feitur japani




gefið mér Jazzmaster