mánudagur, október 11, 2004

issississ

Ekki er ég búinn að vera að blogga lengi og held að öllum sé slétt sama um það þar sem engin les þetta blogg nema svona 3. En allavega hefur lýtið á daga mína dregið. Enþá þetta fjárans verkfall sem sést ekki í sólina fyrir. Það er ótrúlegt hvað maður verður þreyttur á að gera ekki neitt.

Við erum búnir að æfa upp á síðkastið þar sem það eru að öllum líkindum þrennir tónleikar í þessum mánuði.

Fimmtudaginn 14. = Hitt Húsið ásamt Living Lie (var Waste, síðar Hugsun).....
Laugardaginn 16. = Selið Seltjarnarnesi ásamt snillingunum Bertel, Ókind og hugsanlega Coral
Lok október = miðberg eða fellaskóli ásamt Gay Parad, Mammút, Lada Sport og einhverjum fleiri.

Tek það fram að það er ekkert víst um neina þesssa tónleika....fyglist bara með á www.big-kahuna.tk.



hmm.....hvað meira?

Mig langar dálítið mikið til að sjá Shins á Airwaves en það verður öruggla dálítið erfitt þar sem ég er ekki orðin 18 eða 21 eða hvað sem aldurstakmarkið er og síðan eru foreldrar mínir ekki það tónlistarlegasinnaðir að þau nenni á tónleika yfir höfuð. Það er bara til ein tónlist hjá þeim og það er Bylgju-tónlist. Það er nú meiri plebbaskapurinn. Nema að þau bæði hlustuðu á fína tónlist back in the days síðan þegar þau eldust þá fór það bara. Ætli það veðri þannig hjá mér? Krakkarnir mínir spurjandi "pabbi, afhverju hlustar þú ekki lengur á Belle & Sebastian"? Ég ætla rétt svo að vona að það gerist ekki.

Látum okkur sjá. Það er farið að vera kalt úti og ég á forljóta úlpu. En ég á þessa fínu vetlinga sem hafa bjargað mér. En eftir því sem það verður kaldara úti verður Breiðholtið dauðara og leiðinlegra. En það er sammt dálítið flott. Þegar maður labbar heim frá einhverjum vinskap þá er svona enginn úti og manni langar bara að syngja eithvað skemmtilegt því það er svo hljóðlátt eithvað. Síðan er stutt í jólin 70 og eithvað dagar. Sem er ekki langt. En afhverju hlakkar mig aldrei til jólana fyrr en á þorláksmessu eða eithvað? Ég hlakka meira til aðventunar heldur en aðfangadags. Ég held að það sé út af því að það er fátt feitara en að vera niðríbæ rétt fyrir jól og sjá alla plebbanna sem sváfu nokkrar vikur yfir sig og gleymdu að það væru að koma jól.




En plata dagsins er Slowblow með Slowblow....hún er feitt feitiari en feitt feitur japani




gefið mér Jazzmaster

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta með að vera að labba heim og langa til að syngja...hefur komið fyrir mig...en það versta var að ég labbaði fyrir horn og þar stóð hópur að eikkeru leiðinlegu fólki...skammaðist mín smá...:S

kv.Dagmar

Albert sagði...

já....mig langar líka alltaf til að syngja 21st Century Schizoid Man með King Crimson....það er svo magnað, sérstaklega að syngja gítarsólóin

Nafnlaus sagði...

Það eru víst til foreldrar, alla vega pabbar, sem hlusta á alvöru stöff - spurðu bara ara.

Albert sagði...

Já Þorsteinn er einstakur snillingur