mánudagur, maí 02, 2005

prúf

Kæra lífvana bloggsíða.

Albert heiti ég og er víst ábyrgur fyrir því að þú sért lifandi, þó svo að fólk taki ekki beint eftir því. Ég er kominn með hálfgert leið á skólabókum svo ég ákvað að stelast í tölvuna og skrifa til þín.

Í þessum töluðu orðum er ég að hlusta á "Day 7" með The Notwist svo ég leyfi mér að brjóta ísinn. En eins og ég minntist á þá er ég búinn að tengjast skólabókum verulega undanfarin misseri. Svo er mál með vexti að ég er að fara að þreyta Samræmdpróf fyrir 10.bekk grunnskóla. Þetta er eiginlega bara það sem skólinn er búinn að snúast um seinustu 10 ár bara þessi einu próf (reyndar tek ég 5 þannig). Þetta er eitt af göllum skólakerfisins þar sem menntamálaráðuneytinu langar örugglega til að undirbúa fólk í skólum landsins fyrir lífið en ekki bara fyrir frekari skólagöngu (tek ég fram að Amish fólk er ekki nema 8 ár í skóla). En þeir hjá menntamálaráðuneytinu geta víst ekkert í þessu gert þar sem að kröfur til krakka verða alltaf meiri og meiri og þeir sem vilja ná einhverju út úr lífinu verða að fá góða menntun, og góða menntun fá þeir ekki nema þeir ná góðu skólaplássi og gott skólapláss ná þeir ekki nema að þeir fái gott út úr samræmduprófunum. Allt gengur þetta í einn risa stóran hring.

En mikið svakalega hlakka ég (takið eftir nefnifall á eftir sögninni "að hlakka") til þegar þessu líkur öllu. Þá get ég farið að æfa og spila með hljómsveitinni minni (þegar komnir með tvenna tónleika bókaða í júní, Smekkleysa og einhver skólahátíð í Hafnafirði) og farið að vinna svo ég geti aflað tekna sem brenna upp eins og flugeldar á gamlársdag í hljóðfæra og hljóðupptöku búnað.

En ég ætla að fara að slá mig til rólegheita (vá hvað Hildur kennari irði ánægð, bara að hún læsi bloggið mitt) svo að ég hlakka til að heyra í þér kæra bloggsíða.




en hvað ungdómur landsins er orðin súrealískur að hann er farinn að skrifa heimasíðum bréf og ætlast til að þær svari á móti.



bless