mánudagur, júlí 09, 2007

meira af nauðgunum

Ég sá þetta á rafmagnskassa niðrí bæ:

Nauðgarar athugið:
Þögn er sama og samþykki.
Kveðja, Héraðsdómur Reykjavíkur.

Mér þótti þetta hálf fyndið,
eða kannski ekki beinlínis fyndið.

þriðjudagur, maí 29, 2007

Guðlaugur Þór Þórðarsson


Afhverju má ég ekki nálgast RapeLay á Istorrent ef ég má nálgast Hitman eða Grand Theft Auto (eða hvað þetta heitir nú allt) í BT?

Hinsvegar mæli ég með að þið nálgist Future Days með Can ólöglega eða löglega. Ekkert ofbeldi þar á ferð, kannski að maður skynji smá ofbeldi í trommunum.

mánudagur, maí 28, 2007

Ég elska Ólöf Arnalds (ég kann ekki að fallbeygja nafnið hennar)

Ljós þitt og skuggar á víxl sem hafa sýnt sig, bæði með góðu og ýmsu birtust þannig, ég segi dáldið oft þú veist þú veist já þú skilur mig, ekkert er víst nema víst er að ég hef þig. Farðu nú að sofa. Tíminn hann líður og tíminn læknar sárin, grynnist í hylnum þótt ekki hverfi tárin, ég segi dáldið oft ég veit, ég veit, já, ég skil þig, kannski mun líða að því er líða árin, farðu nú að sofa ég veit þú sefur í nótt. Farvegurinn bíður ég bið þess eins að finna'ann, allt fær að rata réttan veg og góðan, ég man þegar söngstu leggstu nú á koddann, augu mín luktust og róna mína fann, farðu nú að sofa, Ég veit þú sefur í nýju húsi í nótt.


ást að eilífu!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Ég dansa einn

Á þessu ári hef ég alltaf borðað einn á fimmtudagskvöldum í apríl. Það er gífurlega einmannalegt að búa til máltíð handa einum. Úr kjallaranum ómar einhver frönsk gella syngjandi lífshlaupssöngva Elliot Smiths. Að elda einn er jafnframt mjög erfitt, því það endar sjaldnast í heilum máltíðum. Mér hefur því aldrei tekist að elda ofan í mig einan. Hversu ömurlegt er það að mistakast að elda ofan í sjálfan sig? Oftast samtíningur hingað og þangað um eldhúsið. Engin næring og engin ástríða. Samþjöppuð kjúklinga Campbells og brauð. Vatn. Ekkert ósvipað og í tugthúsum. Að elda samþjöppuðu kjúklingasúpuna hans Campbells, náskyldan frænda listverka Warhols, er engin ástríða. Það er engin ástríða í að opna niðursuðurdósir. Það er enginn að fara að segja mér að þú getur sett hjartað þitt (andlega/ljóðrænt, ekki bókstaflega) í súpu gerða úr þurkuðu kjúklingasagi og 7 ára gömlum kjúklingastrimlaleifum. (Hvað þá grænar baunir? Ora? Ástríða í matargerð?) En fyrir vikið er niðursuðudósamatur minn uppáhalds matur. Hann bragaðst alltaf nákvæmlega eins og þú veist nákvæmlega við hverju er að búast. Það er ekki gaman að eyða hálfri tylft klukkustunda í einhverja matargerð sem þú veist aldrei hvort eftir eigi að bragðast vel eður illa. Ég hef lært það af Sigurgeir efnafræðikennaranum mínum, og lífspekúlant með meiru, að óvissa í mælingum skipti öllu. Því fleiri mælingar því meiri óvissa. Því meiri óvissa því ónákvæmari mælingar. Með þeirri reglu verður matur sem tekur lengri tíma að undirbúa og útbúa skili sér í verri niðurstöðu. Við matreiðslu á Campbells súpum er en mæling. Það er mæling vatns (eða blöndu af vatni og mjólk) sem fer fram í sömu dós og samþjappaða súpu þykknið kom í. Þýðir það ekki að mælingarnar eru ávalt nákvæmlega hinar sömu? Minni tími, minni óvissa, betri niðurstaða. Með þessu hef ég sannað það að allur örbylgjumatur og niðursuðudósamatur er betri en allar jólarjúpur, þakkagjarðarkalkúnar og páskahérar til samans, þar sem samanlögð óvissa í mælingum örbylgju- og niðursuðudósamatnum er ávalt minni en óvissa í mælingum hátíðarmatsins.


besta blogg there is?

P.S. Samþjöppuðu súpur Campbells eiga 110 ára afmæli í ár.

P.S.2 70 ár eru liðin frá því að Campbells kynntu fyrstu grænmetissúpurnar fyrir grænmetisætur.

P.S.3. Hálf öld er liðin frá því að Campbells súpur fengust utan Ameríku.

P.S.P. Þetta blogg er tileinkað börnunum sem hafa aldrei hlotnast sá heiður að smakka Campbells.


- Albert Finnbogason, forfallinn súpuáhugamaður.

sunnudagur, janúar 21, 2007

HM í Handbolta

Ég vildi að ég ætti kött. Þessi köttur er búinn að vera rosalega góður við mig í allt kvöld. Horfði með mér á heila bíómynd (Miranda, með gellunni sem lék stelpuna í the Adams Family þáttunum sem voru sýndir þegar ég var 10, Cristina Ricci eða eithvað. Innihélt þó einnig gaurinn sem lék Bernard Summer í 24 Hour Party People og engan annan en sjálfan Special Agent Dale Copper! Þó ekkert spes mynd, hálf tóm eithvað.) án þess að segja eitt aukatekið orð. Át ekkert af mönsinu mínu og hagaði sér bara yfirhöfuð mjög vel. Ég vildi að fólk gæti verið svona endrum og eins. Það eitt að sjá köttinn bara sitja og hlusta með mér á OK Computer gerir mitt svarta hjarta örlítið hlýrra. Ég er heldur ekki frá því að hún andi í takt við lagið sem er í gangi. Hversu næs væri það að eiga kött sem kærustu? Ég held að ég hafi lesið það einhverstaðar að í Japan hafi maður gifst kettinum sínum. Ætli ég fari ekki í þann pakka ef ég finn mér ekki konu fyrir 25 ára aldur (las líka að lífið endaði í 25 ára aldri).


Ég fór í Hljóðfærahúsið í morgun og keypti mér gítartösku. Frekar rad, tweed og læti. En mikið svakalega langaði mig til að lemja henni (gítartöskunni) í hausinn á afgreiðslu manninum. Aldrei nokkurntíman hef ég fundið eins sterkt fyrir dýrseðlinu í sjálfum mér. Þessi einstaklingur var ekki fær í að fara með grunnsetningar afgreiðslustarfa eins og "get ég aðstoðað?" án þess að ég fann fyrir löngun til að kyrkja hann með næstu gítarsnúru. Ég keypti samt gítartöskuna dýrum dómum. Afhverju er ekki samkeppni á hljóðfæramarkaði? Hljóðfærahúsið kemst upp með lélegustu þjónustu í heimi (fyrir utan Exton) bara því að þeir einoka 76% af allri veltu hljóðfærabúða á landinu. Fokking fífl.

En ég ætlaði ekki að hafa það lengra. Skil ekki afhverju dagskráin hjá Sjónvarpinu er ekki lengri á laugardagskvöldum.







(mynd eitt - King Randor, einn af góðu köllunum í Masters of the Universe)
(mynd twö - Amerískur Spretthlaupari, sama tegund og Roadrunner í Looney Toons teiknimyndunum)


- albert

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Strákar og stelpur hafa það betra í Ameríku; Neu - Isi


Ég var að vakna og ég er með dúndrandi hausverk. Ekkert ósvipað því og ef að miljónir engisprettna væru verpandi í mjólkurglas, þröngt og ógeðslegt. Ég held að hausverkurinn sé afleiðing 16 tíma svefnsins í fyrra kvöld/nótt og alltof langrar (en óvenjuskemmtilgrar) vörutalningar í gær. En dúndrandi hausverkur hefur aldrei drepið neinn.

En árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka og því einkar merkilegt að blogga á þessum ótrúlega ömurlegu tímamótum, jafnvel þó ég missti af því að blogga strax eftir áramót og verð því að blogga í dag, 3. janúar.

Hvernig væri að gera eithvað nýtt? Hvernig væri að setja sér áramótaheit?

Það væri fínt, en ég held að áramótaheit séu bara ástæður til að verða sjálfum sér fyrir vonbrigðum og ef ég þekki sjálfan mig rétt þá á ég eftir að valda mér sjálfum nógum vonbrigðum að undanskildum áramótaheitunum. Kannski maður hafi bara hlutina sem betur hefðu mátt fara bak við eyrað. Bakeyrað hefur aldrei svikið neinn.

Bergur vakti athygli mína á því að Peter, Bjorn & John séu að fara að spila á Nasa núna 27. janúar. Það ætti að vera rosalega skemmtilegt kanski maður ætti að skella sér. Verst að Pétur Ben og Sprengjuhöllin eru að hita upp. Ég er ekkert svakalega hrifinn af þeim.

Eitt af því fáa skemmtilega við seinasta ár var öll tónlistin sem kom út. Gerði ég í tilefni af því smá lista sem endurspeglar skoðanir mínar á lífinu og alheimnum.

20. Keith Fullerton Whtiman - Lisabon
19. Lupe Fiasco - Food & Liquor
18. Danielson - Ships
17. Islands – Return to the Sea
16. Stereolab – Fab Four Structure
15. John Peel and Sheila – The Pig’s Big 78s
14. Phoenix - It's Never Been Like That
13. Fujiya Miyagi – Transparent Things
12. Boris – Pink
11. Thom Yorke – The Ereaser
10. Girl Talk - Night Ripper
9. The Pippets – We Are The Pippets
8. TV on the Radio – The Return to Cookie Mountain
7. Destroyer – Destroyer’s Rubies
6. Oxford Collapse – Remember the Night Parties
5. Jóhann Jóhannsson – IBM 1401: A User Manual
4. Herbert - Scales
3. Bruce Springsteen – We Shall Overcome: The Seeger Sessions
2. Joanna Newsome - Ys
1. THE HOLD STEADY - BOYS AND GIRLS IN AMERICA!!!!

* sumar plötur eiga kanski ekki heima þarna þar sem þær eru samansafn misgamallra laga, en mér er drullu sama!



The Hold Steady áttu árið. Algjörlega! Ég vildi að ég væri í The Hold Steady og gæti þá fyrir vikið samið lög um eithvað skemmtilegt, eins og verða drukkinn og kynnast stelpum í chillout tjöldum, skemmta sér og njóta lífsíns. En ég get það ekki því að ég er enþá táningur og oftast nær táningur á sýklalyfjum. Einhverstaðar las ég að list sem maður tengir sig endurspeglar oftast þann raunveruleika sem er þvert á móti þeim raunveruleika sem maður lifir í. Sem er rosalega slæmt en meikar rosalega mikið sens ef maður lýtur á Boys and Girls in America. *ég brostinn í grát*

En skólinn byrjar á fimmtudaginn. Það verður vonandi gaman. Nýjar vonir, nýjar væntingar til lífsíns og ný vonbrigði. En ég vona það heitast af öllu að vonbrigðin verði ekki einum of mörg því að þá gæti ég þurft að enda líf mitt eða giftast leiðinlegri konu og það vill ég ekki þurfa að gera. En ég vona að ég lendi í skemmtilegum tímum og líkur á því jukust um helming með lok seinustu annar því að ég er orðinn stúdent í dönsku. Ég vona líka að bókasafnið verði skemmtilegt svo ég þurfi ekki að eyða of miklum tíma með öllu leiðinlega fólkinu sem situr á borðinu. En þetta var nú grín, ekki að það sé nauðsyn að leiðrétta brandarana mína hérna því að enginn les þetta hvort sem er.

Annars ætla ég ekkert að hafa þetta inngrip í áhyggjur mínar lengra því að þá gæti ég farið að hljóma eins og hún mútta.


Lifið heil.