miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Kúkur

Annríki mitt er í sögulegu hámarki.....og ég fýla það.

Í fyrsta lagi er það þessi blessaða Breiðóvísíjón keppni sem þrátt fyrir sterkan mótbyr ætlar að takast. Skólastreytan er einnig svakaleg, bunch af aukatímum plús skólakynningar. MH kynningin á morgun og manni hlakkar lúmskt til. OG. Núna rétt í þessu var ég að fá símtal frá miðbergi þess efnis að biðja mig um að spila á Samfés undir atriði Miðbergs/Hólmasels og er ég að far á fund um þetta málefni hvað úr hverju.



En mikið svakalega elska ég Doddann. Ég hef verið að fylgjast með honum undan fariið árið og núna fyrir stuttu var að koma eitt besta lag hans til þessa á www.rokk.is. Það heitir "The Meaning of Thoughts". Fyrir þá sem ekki vita er Doddi gítarleikari og söngvari Heróglyms en er jafnramt "singer/songwriter" og semur tónlist í anda Nick Drake og Damien Rice þó svo að rödd hans minnir mig meira á Will Oldham.


dagsins hlutir:
Doddi; skeggið hans, ljósmyndir og tónlist.


En það var varla meira sem ég vildi segja.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

breiðóvisíjón og önnur tjáningarform

Can you tell me where my country lies?
Said the unifaun to his true love’s eyes.



Nú er loksins eithvað mega að fara að gerast í þessum skóla. Það vill svo skemmtilega til að Breiðóvísíjón er að hefjast. Seinustu árin hefur þessi keppni legið í hálfgerðum dvala og verið aðalega form fyrir marga siðprúða Breiðskælinga að fá tækifæri til að flippa. Sá var tíminn að margir virkilega hæfileikaríkir söngvarar (og aðrir minna hæfileikaríkir) stigu á stokk og brilleruðu. Þá má nefna Sveppa, en hann tilheyrði kanski seinni hópnum. En allavega á lagalistanum eru slagarar á borð við God Save The Queen, Ástardúett, Hey Ya! og Fiddari Götunnar í flutningi valinkunna nemenda við skólan. Tímasetning er ekki allveg á hreinu þessa stundina en mun það koma síðar.

Mússíktilraunir = tjáningarform eða tískusýning? Þær verða einhverntíman í mars og góðvinir mínir í Hello Norbert taka þátt. Gott ef ekki þeir lenda í sæti ef þeir halda á spilunum rétt. En skiptir þetta virkilega máli að komast í sæti? Brothers Majere komust ekki sæti. Sammt eru þeir allveg að brillera í "neðanjarðar" hardcore/metal/punk geiranum. Eins mikið og ég elska Mammút var það gott fyrir þau að lenda í sæti? Þau náttúrulega fengu einhver verðlaun og urðu fræg á einni nóttu. En þau voru aðeins 3 vikna gömul og hefðu þau ekki lent í sæti þá hefðu þau sennilegast einbeitt sér að æfa meira og síðan fara að koma sér á framfæri. Hlakka sammt rosalega til að heyra Mammút plötuna sem á að koma út á þessu ári, að ég held. Það er eins og það fylgi einhver bölvun á fyrsta sæti mússíktilrauna. Eins og það dregur allan eldmóð úr sveitum að vinna þetta. Eins og þau séu orðin heimsfræg og þurfi ekki að gera meira. Þó hafa nokkur bönd verið virkilega aktív eftir sigur í mússíktilraunum. Þá ber helst að nefna Maus, Botnleðjan og Mínus. Ég hef tekið þátt í músíktilraununum. Það var gaman en ekkert meira en það. Það er ekki hægt að keppa í tónlist.


En hlutir dagsins:
"Closer" með Joy Division
"Crimes" með Blood Brothers
Míkrafónninn minn
Ipodinn minn
"You are what you eat" á stöð 2







It lies with me! cried the queen of maybe
- for her merchandise, he traded in his prize.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Súrealískir sunnudagar

Mikið svakalega hata ég sunnudaga.

En einhverstaðar verður vikan að taka enda og einhvern dag verður maður að hata.

Annars leið gærdagurinn nokkuð hratt. Fór á æfingu sem varð ekki æfing þar sem Beggi beilaði svo að ég og Jón spiluðum bara eithvað reggí í staðin og horfðum síðan á Kill Bill 2. Nenni ekki að tala um hana. Um 7 leytið borðaði ég líka þetta fína lambalæri. Með því besta sem ég get fengið. Eftir það "héngum" við Jón edrúir heima hjá honum og horfðum á Anchor Man. Nenni ekki að tala um hana. Síðan fór ég heim og horfði á Ghost World. Nenni ekki heldur að tala um hana.


Mikið svakalega lifi ég óspennandi lífi.


Síðan var mér boðið í heimsókn til ömmu og afa að skoða nýja sófasettið þeirra. Því nennti ég ekki. Svo nú er ég bara að hlusta á Wayne Shorter og borða banana.


p.s. tvö lög til viðbótar komin á Rokk.is. Endilega tékkið á því.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Frímúrar eru ekki múrarar.

Góðan daginn.

Mér finnst magnað hvað sjónvarpsspilun og ofspilun í útvarpi getur gert fyrir eina hljómsveit. Skýrt dæmi um það er Modest Mouse. Ég talaði við einhverja stelpu um dagin sem "addaði" mér á Msnið sitt. Hún spurði mig hvað ég hlustaði á og ég spurði hana á móti. Hún sagðist elska Modest Mouse. Mikið fannst mér gaman að heyra það, þar sem ég hef elskað modest mouse í núna svona 2 ár. Ég fór að spurja hana eithvað um ást hennar á hljómsveitinni og spurði hvernig henni fannst plötur eins og "This is a long drive...", "The moon and antarctica" og "Built nothing out of something" standa sig í samræmi við nýju plötuna, sem mér finnst rosalega góð. Hún sagði bara eiga nýju plötuna, en átti eftir að hlusta á hana alla. . Spurði ég hana þá um hvernig hún hafði frétt að þessari annars ágætu hljómsveit. Hún sagðist hafa heyrt eitt lag í útvarpinu, "float on". Í beinu framhaldi sagði hún að þetta var uppáhalds lagið hennar með þeim, þar sem hún hafði bara heyrt 3 lög því hún setti alltaf á repeat á þessu lagi. Spurði ég hana ekki hvort hún hafi einhver áhuga á "The Ocean Breathes Salty" sem er nú líka í spilun á popptíví. Hún sagði svo ekki vera.

Á þessum tímapunkti missti ég alla löngun á því að skipta mér að tónlistar vali annara. Ég er ekki lengur eins og kristið fólk sem þolir ekki þegar það sér ótrúaða einstaklinga og ætlar að breyta lífi þeirra með því að lesa fyrir þá úr stóru, feitu bókinni. Mikið hlýtur þetta fólk að eiga bátt.

En ekki miskilja mig. Ég elska enþá Modest Mouse og ég samgleðst þeim að eiga hittara sem hefur gefið þeim pening, pening sem gerir þeim kleift að halda áfram að gera sjúkar plötur eða kaupa sér sumarhús á kanarí. Ég hætti ekki að hlusta á hljómsveit því að hún er orðin fræg.


ég hef frelsast af fíkn í tónlistarlega frelsun.

bless

bless




Áhugaverðir hlutir:
Kvikmyndin Saved.
Hús frímúrara félagsins við Skúlagötu (að ég held).
Plata hljómsveitarinnar Funerals, The Arcade Fire.
Kílóaútsala Spútnik.
http://www.onpoint-marketing.com/generation-y.htm


Albert Finnbogason, karlkyns íbúi á norðurhveli jarðar og jafnramt meðlimur Y-kynslóðarinnar, kveður að sinni.