sunnudagur, febrúar 13, 2005

Súrealískir sunnudagar

Mikið svakalega hata ég sunnudaga.

En einhverstaðar verður vikan að taka enda og einhvern dag verður maður að hata.

Annars leið gærdagurinn nokkuð hratt. Fór á æfingu sem varð ekki æfing þar sem Beggi beilaði svo að ég og Jón spiluðum bara eithvað reggí í staðin og horfðum síðan á Kill Bill 2. Nenni ekki að tala um hana. Um 7 leytið borðaði ég líka þetta fína lambalæri. Með því besta sem ég get fengið. Eftir það "héngum" við Jón edrúir heima hjá honum og horfðum á Anchor Man. Nenni ekki að tala um hana. Síðan fór ég heim og horfði á Ghost World. Nenni ekki heldur að tala um hana.


Mikið svakalega lifi ég óspennandi lífi.


Síðan var mér boðið í heimsókn til ömmu og afa að skoða nýja sófasettið þeirra. Því nennti ég ekki. Svo nú er ég bara að hlusta á Wayne Shorter og borða banana.


p.s. tvö lög til viðbótar komin á Rokk.is. Endilega tékkið á því.

Engin ummæli: