miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Kúkur

Annríki mitt er í sögulegu hámarki.....og ég fýla það.

Í fyrsta lagi er það þessi blessaða Breiðóvísíjón keppni sem þrátt fyrir sterkan mótbyr ætlar að takast. Skólastreytan er einnig svakaleg, bunch af aukatímum plús skólakynningar. MH kynningin á morgun og manni hlakkar lúmskt til. OG. Núna rétt í þessu var ég að fá símtal frá miðbergi þess efnis að biðja mig um að spila á Samfés undir atriði Miðbergs/Hólmasels og er ég að far á fund um þetta málefni hvað úr hverju.



En mikið svakalega elska ég Doddann. Ég hef verið að fylgjast með honum undan fariið árið og núna fyrir stuttu var að koma eitt besta lag hans til þessa á www.rokk.is. Það heitir "The Meaning of Thoughts". Fyrir þá sem ekki vita er Doddi gítarleikari og söngvari Heróglyms en er jafnramt "singer/songwriter" og semur tónlist í anda Nick Drake og Damien Rice þó svo að rödd hans minnir mig meira á Will Oldham.


dagsins hlutir:
Doddi; skeggið hans, ljósmyndir og tónlist.


En það var varla meira sem ég vildi segja.

Engin ummæli: