mánudagur, febrúar 27, 2006

Fríða og Dýrið

Mogwai - Mr. Beast (Matador)

Gott kvöld góðir hálsar. Ég er kominn með leið á því að blogga um hvað ég geri dagsdaglega, því að ég geri ALDREI neitt merkilegt. Ég á enga vini og lifi mjög innihaldstómu lífi fyrir framan sjónvarpið og tölvuna, meðan líkaminn safnar í bumbu. Hinsvegar langar mig afskaplega mikið að æla nokkrum orðum út úr mér um plötu sem var að koma út ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða Mr. Beast, fimmtu hljóðverskífu Skosku Post-Rock (síð-rokk) kónganna í Mogwai.

Síð rokkið komst á sjónarsviðið í byrjun 10unda áratugarins, þá í mynd plötunnar Spiderland með Slint og Laughing Stock með hljómsveitinni Talk Talk. Um var að ræða tilfiningaþrungið, oft tregablandið, rokk með svífandi djazzáhrifum og viðeigandi hljóðskúlptúrs- og taktpælingum. Þessar plötur urðu síðan megin stöplar tónlistarstefnunar sem við köllum nú Post-Rokk, með hljómsveitir á borð við Tortoise, Godspeed Your Black Emperor!, Unwound, Flying Saucer Attack og MOGWAI.

Allavega. Á þessari plötu er EKKERT nýtt. Platan hljómar mjög svipað og fyrirverar sínir. Hún er ljúf á hlustunnar. Lögin með svipaða uppbyggingu, gítar dútl til að byrja með, ride cymbalar notaðir eins og sóláburður á Spáni og ósungnar raddir (oft á franskri tungu) hljóma yfir lögin. Allt byggist þetta upp þangað til þetta er umþaðbil að sjóða en stemmir sig aftur niður (oftast nær allavega). Mjög smekklegt. EN. Þrátt fyrir engar nýjungar, nema kanski 2 upphafslögin, er þetta skemmtielg plata. NÁKVÆMLEGA eins og post-rokk á að vera. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að post-rokk formið fæddist jafn andavana og diskóið svo að við getum ekki búist við nýjungum, í mesta lagi nýjum tækni undrum. En annað hvort fýlar þú síð-rokk eða ekki. En í heildina litið er Mr. Beast með Mogwai skemmtileg plata, ljúfsár en íhaldsöm.............



Nú ætla ég meiri að segja að vera svo hallærislegur að henda á hana einkunn. Frá 0 til 10 fær Dýrið 7.1, sem verður að teljast góð einkunn fyrir post-rokk plötu.

Hápunkar: Glasgow Mega-Snake og Acid Food.