laugardagur, mars 11, 2006

nostalgía.is; New Order - Bizarre Love Triangle

Ég var að fá bestu græju í HEIMI í hendurnar. Fokking Emu Emulator *fokking* II+!!!
Það er ekkert annað. Þannig er mál með vexti að Stefnir samhljómsveitungur minn er stór skrýtinn. Hann er með alvarlega syntha dellu á alvarlega háu stigi og viti menn, orsök þessarar dauðlegu veiki þá rambaði hann á fokking EMULATOR fyrir slysni. Hversu ömurlegt er það?

En allavega, þessi gaur sem er með fyrstu Samplerum í heimi og var notaður m.a. á u.þ.b. ÖLLUM New Order lögum, þ.á.m. Blue Monday! En hann er svo heví að hann virkar EKKI. Sem ég ætla að reyna að fixa.



Emulator II+ í öllu sínu veldi (með tölvu frá svipuðum tíma).


Málið er að hann "gengur" fyrir 5.25" diskettum...

...sem er hætt að framleiða!!!


Þetta er semsagt hálfpartinn dead case, en mig langaði bara að deila þessu með ykkur

takk fyrir