föstudagur, september 30, 2005

1 mol'á mann

Sæl verið þið.

Aldrei þessu er ég býsna sáttur við lífið. Skólin er fínn, hljómsveitin er fín (fyrir utan nokkra marbletti eftir gærkvöldið), heilsan er fín, takmarkað magn af bólum í andlitinu og engir teinar, vinir mínir mjög fínir og fólk bara yfir höfuð nokkuð fínt. Tilhvers þá að vera leiður? Ætli þetta endist lengi? Gefum þessu viku.

En eitt er þó að (sem skaðar þó ekki skapið mitt). Ég er stefnulaus. Ég er stefnulaus í trúarbrögðum, ég er stefnulaus í stjórnmálum og það sem hefur farið mest í mig er það að ég er stefnulaus í tónlist. Má maður hlusta á Common ef maður hlustar á At the Drive-in? Má maður hlusta á Herbie ef maður hlustar á At the Drive-in? Má maður hlusta á Herbie ef maður hlustar á Belle and Sebastian? Og má maður hlusta á Belle and Sebastian ef maður hlustar á DJ Shadow?

Er ég svikari?

Ég er senulaus. Ég passa ekki inn í harðkjarna senuna þar sem ég hlusta á electró. Ég passa ekki inn í djazz-elítuna því ég hlusta á rokk. Ég passa ekki inn í artí-fartí senuna þar sem ég hlusta á ekki bara á tónlist sem kom út í innan við 1000 eintökum. Og ekki er ég indie því að ég....EÐA HVAÐ? Er ég ekki bara nákvæmlega eins og orðið INDIE á að tákna? (Indie = stytting á Independence). Sumir vilja þó meina að allt þetta "indie" pakk er fólkið sem hlustar bara á tónlist sem komið hefur út af sjálfstæðum útgáfum víðsvegar um heimin (eins og það var upprunalega). En hvað er þá allt þetta "indie-rokk" í dag? Gefið út í bunkum af Parlaphone, Dreamwork, Universial og EMI.....og þú kemst varla lengra frá því að vera lítil og sjálfstæð útgáfa heldur en það. Ennnnnnnnnnn er þá ekki það allveg jafn "indie" að hlusta á og gera ALLT sem manni sýnist og vera þar að leiðandi sjálfstæður?

En mér er sama. Vitið þið afhverju? Því ég er sjálfstæður Íslendingur.


Plötur dagsins:
Stars - Set Yourself on Fire
The Shins - Oh, Inverted World

Bók dagsins:
Sjálfstætt Fólk e. Halldór Laxness (þó svo að ég hafi ekki lesið hana)



kósí

miðvikudagur, september 21, 2005

oh

var búinn að skrifa helling en þá lokaði ég af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum og ég man ekki hvað ég var að skrifa. svo að það getur varla verið merkilegt.



en hlustið á Whatever Burns Never Returns með Don Caballero.


bless