fimmtudagur, desember 22, 2005

útdráttur

Hæ...takk fyrir síðast

ég náði öllum prófum með 8.6 í meðaleinkunn

ég vinn hjá póstinum í jólafríinu við að aðstoða Víetnamska konu sem talar hvorki ensku né íslensku

en ég hef það gott

ég er búinn að kaupa jólagjafirnar

ég hlakka ágætlega til jólana, aldrei þessu vant




gleðileg jól öllsömul


bless




now playing: Bob Dylan Talking - Oxford Town

fimmtudagur, desember 01, 2005

Shit Scheisse Merde

Jæja...Þá hefst prófvertíðin alræmda. Er ég 6 prófum á 14 dögum sem mér finnst ekkert svakalega góð nýttni. Er búinn að vera að læra eithvað fyrir LÍK* prófið sem verður rosalegt búgí stuð. Annars er ég líka búinn að vera að svindla eithvað og kíkja á smásögur fyrir ENS** prófið þar sem ég hef mjög takamarkaðan tíma að læra þar sem amma gamla er 79 ára í dag og það verður úberdjamm í elliblokkinni hennar.

Annars er ég bara fínn. Hlakka til þegar þetta gengur yfir. Þá er bara að klára Big Kahuna plötuna og, ef að allt gengur upp samkvæmt áætlun, byrja á Hello Norbert plötunni. En hvernig mundi fólk fýla ef að Big Kahuna "platan" mundi koma út á kasettu? Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur kasettann allveg dottið út úr hugum okkar allra. Kasetturnar voru víst rosalega töff þegar þær komu fram og þóttu bylting því þær voru mun fyrirferðaminni heldur en 12" vínyl plöturnar og fólk gat tekið upp á þær án þess að eiga 5 milljónkróna græjur sem tóku 3 bílskúra. Og núna þar sem öllum finnst vínyl plötur rosalega hipp og kúl (sem þær eru, ekki miskilja mig) afhverju eru þá kasetturnar ekki hipp og kúl? Það eiga ALLIR kasettu tæki sem það hefur ekkert not fyrir en það eiga mjög fáir vínyl spilara í lagi.



Plötur dagsins:
Stereolab - Dots and Loops
New Order - In Session
Bright Eyes - Jólaplatan

*líkamsrækt
**enska

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Roots Down

Gott kvöld.

Eithvað virðist mér finnast ég nauðugur til að bræða úr mér á lyklaborðið, jafnvel þó svo að ég hafi ekkert að segja. Eða ekkert sem einhver vill hlusta á.

Ég er að fara í gegn um eithvað tímabil þar sem mig langar bara mest til að flytja af heiman, borða morgunmat í bakaríum (eða Dinerum ef þeir eru til staðar), eyða deginum í eithvað rugl eins og skóla eða hanga í geisladiskabúðum og í lok dagsins skríða inn í litlu kjallaraholuna mína á Frakkarstígnum og henda örbylgju mat í örbylgjuofnin meðan ég sjú í mig annarskonar bylgjum úr hljómflutningsgræjunum. Það væri ljúft. Laus við alla ábyrgð og óþarfa samskipti.

Þrátt fyrir þetta annarsama ástand er ég að leggja stund á mjög skemmtilegt verkefni í tengslum við tónlistarskólan minn. Það er einfaldega að hlusta á tónlist. Annars vegar hip-hop, og reyna að leita uppi heimildir um "sömpl" og "breik", og hins vegar er það að hlusta á mússík sem inniheldur fyrstu hljóðgervlanahljóðfærin, þ.e.a.s. mellotron, Moog, Arp og önnur forneskju elektrónísk hljóðfæri eins og Theremin. Mér gengur mjög vel að finn einhverja Mellotron og Moog músík en ARPið og Theremínið er ekki allveg jafn auðfundið. Ef þið vitið um einhverja mússík sem inniheldur ARP syntha og Theremín (ef þið vitið hvað það er) þá meigið þið endilega kommenta það. Einnig ef þið vitið um eithvað eðal hipphopp þá meigið þið líka benda mér á það.

Plötur vikunnar og næstu vikna:
DJ Shadow - Entroducing... og The Privat Press
De La Soul - 3 Feet High and Rising
The Fugees - The Score
Common - Be og Like Water to Chocolate
Kaney West - Collage Dropout og Late Registration
The Streets - A Grand Don't... og Original Pirrot Material
Wu-Tang Clan - Enter the Wu-Tang
Beastie Boys - Hello Nasty, Ill Communication og Paul's Boutique
NWA - Straight Outta Compton
Public Enemy - It Takes A Nation of Millions to Hold Us Back


Endilega bætið einhverju við ef þið vitið um eithvað bitastætt!


Peace OUT!!

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

bull

Ari Gaukur klukkaði mig í núverandi leiknum...

Núverandi tími: 13:06

Núverandi föt: gallabuxur, kimono bolur, svörtrennilásapeysa, sokkar, nærbuxur og skór.

Núverandi skap: jájá

Núverandi hár: eins og alltaf

Núverandi pirringur: óþægilegar nærbuxur

Hlutur sem þú ættir að vera að gera: hanga í kringlunni með verzlingunum

Núverandi skartgripir: iPod í vasa

Núverandi löngun: deyja

Núverandi ósk: að ég deyji

Núverandi farði: ekki baun

Núverandi eftirsjá: að hafa mætt í skólann

Núverandi vonbrigði: fátt svo sem

Núverandi skemmtun: The Incredible Machine...ertu að grínast

Núverandi ást: nýji overdrive-inn minn (Fulltone Fulldrive II)

Núverandi staður: Miðgarður, MH

Núverandi bók: An Alternetive Biography - Fiction/REM

Núverandi bíómynd: Hálf Bubba Ho-Tep

Núverandi Íþrótt: eeee, næsta spurning

Núverandi Tónlist: Yann Tiersen - OST Amelié

Núverandi lag á heilanum: BE (Intro) - Common

Núverandi blótsyrði: ég blóta ekki

Núverandi msn manneskjur: er ekki með kveikt á því

Núverandi desktop mynd: Blár skjár(í skólanum), mynd af Moog Source (Heima)

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Hlustun í FÍH

Núverandi hlutir á veggnum: Heima? = Clint Eastwood, Resevoir Dogs plaggat, Radiohead plaggat, Portishead póstkort, Pavement flyer, Thom Yorke snepill, Against Me Plaggat, mynd með helling af póstkortum, bílum og flugvélum og tvær geisladiska hillur.

ég klukkaaaaaaaaa....engan því þetta var ekkert spes

föstudagur, október 14, 2005

Talisman: Top 10

Talisman (iPodinn minn) : Top 10 albums

10. Sufjan Stevens - Illinois
9. The Shins - Oh, Inverted World
8. The Rentals - Return of the Rentals
7. John Vanderslice - Pixel Revolt
6. Nick Cave - B-Sides and Rarities
5. The Stooges - Raw Power
4. Sleater-Kinney - The Woods
3. Arcade Fire - Funeral
2. Architechure in Helsinki - In Case We Die
1. Rilo Kiley - The Execution of All Things


Þessi listi var einungis gerður til að eyða mínum tíma og plássi á þessari blogg síðu. Takk fyrir þolinmæðina.

life is what you make it

Sæl verið þið

Ég er í vetrafríi. Það er rosalega næs að þurfa ekki að stressast út af skólanum. Þ.e.a.s. fyrir þá sem stressast út af skólanum. Ég er ekki í þeim hópi. Mig langaði bara að segja þetta því að ég er oftast rosalega næs því ég þarf ekki að stressast út af skólanum af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum.

Hvernig sem því líður var ball í gær. Það var afar skemmtilegt. Byrjaði á að hitta mína forlátu borðfélaga heima hjá henni Þórey sem á heima í einhverju svakalegasta húsi sem ég hef stigið fæti inn. Minnti mig dálítið á húsin í The O.C. Mjög flott allavega. Eftir nokkur lög og viðbættan píanó undirleik við langflest þeirra fórum við í strætó niður í bæ. Þar var eithvað partí á Frakkarstíg sem var mjög skemmtilegt. Sérstaklega þar sem það var haldið í bílskúr sem hafði verið breitt í íbúð. Þar hitti ég allveg einstaklega mikinn bunka af hressu fólki, meðal annars hann Jón Helga sem vissi að ég héti Garsil á huga en vissi ekki hvað ég héti í real-life. Sem er gífurlega töff, gefur manni ákveðna dularfulla dýpt. En verst var þó að klósettið var mjög stíflað því að einhver hafði kúkað görnunum sínum í það þó að það hafi staðið skýrt á hurðinni að það væri bannað að kúka. En ekki létum við strákarnir það aftra okkur heldur pissuðum við bara á Hallgrímskirkju*. Um ellefu leitið skellti mannskapurinn sér á ballið sem var bara smá labb í burtu á Aðalstræti (Pravda). Þar voru 3 dj-ar að spila í einu sem mér finnst ennþann daginn í dag einstaklega merkilegt því að þeir voru allir að spila sömu lögin, bara á mismunandi tíma.

Dagurinn í dag var bara mjög fínn. Vaknaði ekki fyrr en 12 eldhress og síðan náði pabbi í mig og við fórum rétt fyrir ofan Heiðmörk þar sem ég fékk eithvað að taka í stýrið þar sem ég er að fara í fyrsta ökutíman minn á laugardaginn. Síðan hélt ég barasta til hennar Ingu frænku. Ég hafði ætlað mér að druslast til hennar í nokkrar vikur að taka til í bókahillunum hennar, en aldrei fundið mér tíma. Þannig er mál með vexti að hún er orðin eithvað slæm í bakinu og þykir bækurnar svo þungar. En ég held að hún hafði allveg geta gert þetta sjálf en þetta var bara svona beita til að ná mér í heimsókn sem veitti alls ekki af. En ég skemmti mér konunglega þarna. Raðaði Halldór Laxness safninu eins og það leggur sig í útgáfuröð og ritsafni Þorbergs Þórðarssonar í stafrófsröð. Síðan gaf hún mér líka pönnukökur sem skemmir aldrei. En síðan þurfti hún endilega að elda handa mér brauðssúpu sem var líka svona hrikalega vond. En auðvitað píndi maður þetta í sig.

Sjónvarpsdagskráin í kvöld var líka bara með betra móti. Ég hef ekki verið heill maður síðan Desperate Houswifes hætti. En ég horfði á Scrubs eins og ég á til að gera, og viti menn eftir Scrubs þá byrjaði bara ný sería af That 70's Show. Og síðan kom bara Alias sem er bara fínasti þáttur. Og það allt á STÖÐ (fokking) EITT!!!! Lengi lifið ríkisvaldið.

Plata kvöldsins er hinsvegar "Let it Come Down" með Spirutalized. Mjög falleg og hugljúf plata. Fullkomin til að enda þennan annars fína dag.




* = við pissuðum ekkert á Hallgrímskirkju því að þegar við vorum búnir að hlaupa allan Frakkarstígin þá misstum við kjarkin. Sennilegast því að við vorum svo berskjaldaðir á móti þessari gríðarstóru og virðulegu byggingu. Svo við pissuðum bara á einhver tré.

föstudagur, september 30, 2005

1 mol'á mann

Sæl verið þið.

Aldrei þessu er ég býsna sáttur við lífið. Skólin er fínn, hljómsveitin er fín (fyrir utan nokkra marbletti eftir gærkvöldið), heilsan er fín, takmarkað magn af bólum í andlitinu og engir teinar, vinir mínir mjög fínir og fólk bara yfir höfuð nokkuð fínt. Tilhvers þá að vera leiður? Ætli þetta endist lengi? Gefum þessu viku.

En eitt er þó að (sem skaðar þó ekki skapið mitt). Ég er stefnulaus. Ég er stefnulaus í trúarbrögðum, ég er stefnulaus í stjórnmálum og það sem hefur farið mest í mig er það að ég er stefnulaus í tónlist. Má maður hlusta á Common ef maður hlustar á At the Drive-in? Má maður hlusta á Herbie ef maður hlustar á At the Drive-in? Má maður hlusta á Herbie ef maður hlustar á Belle and Sebastian? Og má maður hlusta á Belle and Sebastian ef maður hlustar á DJ Shadow?

Er ég svikari?

Ég er senulaus. Ég passa ekki inn í harðkjarna senuna þar sem ég hlusta á electró. Ég passa ekki inn í djazz-elítuna því ég hlusta á rokk. Ég passa ekki inn í artí-fartí senuna þar sem ég hlusta á ekki bara á tónlist sem kom út í innan við 1000 eintökum. Og ekki er ég indie því að ég....EÐA HVAÐ? Er ég ekki bara nákvæmlega eins og orðið INDIE á að tákna? (Indie = stytting á Independence). Sumir vilja þó meina að allt þetta "indie" pakk er fólkið sem hlustar bara á tónlist sem komið hefur út af sjálfstæðum útgáfum víðsvegar um heimin (eins og það var upprunalega). En hvað er þá allt þetta "indie-rokk" í dag? Gefið út í bunkum af Parlaphone, Dreamwork, Universial og EMI.....og þú kemst varla lengra frá því að vera lítil og sjálfstæð útgáfa heldur en það. Ennnnnnnnnnn er þá ekki það allveg jafn "indie" að hlusta á og gera ALLT sem manni sýnist og vera þar að leiðandi sjálfstæður?

En mér er sama. Vitið þið afhverju? Því ég er sjálfstæður Íslendingur.


Plötur dagsins:
Stars - Set Yourself on Fire
The Shins - Oh, Inverted World

Bók dagsins:
Sjálfstætt Fólk e. Halldór Laxness (þó svo að ég hafi ekki lesið hana)



kósí

miðvikudagur, september 21, 2005

oh

var búinn að skrifa helling en þá lokaði ég af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum og ég man ekki hvað ég var að skrifa. svo að það getur varla verið merkilegt.



en hlustið á Whatever Burns Never Returns með Don Caballero.


bless

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

shitt


(ekki allveg farinn)


Ég var að uppgvöta það að ég er örugglega orðin þunglyndur (eða goth, þetta er svo líkt). Hérna sit ég heima hjá mér og blogga um ekki neitt, á bloggsíðu sem ber nafnið "No Soul Man", hlusta á Joy Division og display myndin mín á msn er af Donnie Darko. Er það ekki dálítið dark? Ætti ég kanski að skipa um nafn á blogginu mínu? Fara að hlusta á Belle & Sebastian og setja mynd af Davin Brent (The Office) í msn-ið mitt?


Nei



þetta er fínt



....








núna man ég ekkert hvað ég ætlaði að skrifa hérna áður en það rann upp fyrir mér að ég væri sorglegur.




plata dagsins: Closer - Joy Division

föstudagur, júlí 15, 2005

laugardagur, júlí 09, 2005

upptökur og tónleikar

Hæ.

Þá er stúdíó Deathstar komið í notkun. Við tókum okkur til og tókum upp lagið "I'm ok" (áður þekkt sem Music Life is Hard, þar áður Jakob by the Rhina). Ég held að við séum allir frekar ánægðir með útkomnuna og mun hún lýta dagsins ljós á Grapewine Icelandic Survival-kit mix diski sem gefin/seldur verður túristum ásammt harðfiski.

En ég var á tónleikum áðan. Eða var semsagt að spila á tónleikum með Fighting Shit, Þóri og AGAINST (fokkin) ME!!! Það var ógeðslega gaman. Bjóst við að engin mundi nenna að hlusta á okkur þar sem við erum ekki allveg sá bolli sem ég hélt að íslenska hardcore senan mundi hlusta á en viti menn, það voru nokkrir hausar að hristast þarna og kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu svo ég var býsna ánægður með það og eftir það varð spilamenskan okkar skemmtielgri (eða allveg skemmtilegra að spila). Fighting Shit voru æði og Þórir líka en Against Me! voru kóngar í ríki sínu. Ég er tiltölulega nýbyrjaður að hlusta á þessa hljómsveit en ég gat sammt trallað með í nokkrum lögum, ótrúlega hressir á sviði með þvílíkt cathy lög og gæsahúðsframkallandi singalong. Frábært band. Mæli með fyrir þá sem misstu af þeim að fara á morgun á Grand Rokk og berja þá augum.

En lag kvöldsins er "Turn Those Clapping Hands Into Angry Balled Fists" með Against Me! og plata kvöldsins "Lust For Life" með Iggy Pop


blee

mánudagur, júní 20, 2005

nýsjálenskar nautalundir

mmmmm...

Ari bauð mér í mat í gær. Nýsjálenskar nautalundir, rjómalagaðir sveppir, bernessósa og franskar. mmmmmmmmmmmmmmm. Hef ekki smakkað svona góðan mat síðan ég fæddist. Eina sem vantaði var rauðvín. En það kemur bara næst. Shitt ég er enþá með bragðið upp í mér.

disk of the day:
Devin Davis - Lonely People of the World, Unite!
Blues Brothers - OST

föstudagur, júní 10, 2005

Holy Grail's top 20

Hæ. Ég sá svona lista á annari síðu og ákvað bara að slá til og gera minn eigin. Here it comes, iPod topp 20 listinn minn þann 10. júní 2005. (iPodinn heitir Holy Grail.)

20. Pale Horse - John Vanderslide

19. Road to Joy - Bright Eyes

18. My First Kiss at the Public Execution - The Blood Brothers

17. One Angry Dwarf and 200 Solemn Faces - Ben Folds Five

16. There Is a Light That Never Goes Out - The Smiths

15. Cemetry Gates - The Smiths

14. Chemicals - The Notwist

13. King of the Rodeo - Kings of Leon

12. I'd Rather Dance With You - Kings of Convenience

11. This Charming man - The Smiths

10. Frankly, Mr. Shankly - The Smiths

9. The Bucket - Kings of Leon

8. The Build Up - Kings of Convenience

7. Crimes - The Blood Brothers

6. Your Signs - The Notwist

5. Day 7 - The Notwist

4. Gold in the Air of Summer - Kings of Convenience

3. Homesick - Kings of Convenience

2. Life on Mars - David Bowie

1. Love Rhymes with Hideous Car Wreck - The Blood Brothers


Þá er það komið, ekkert svakalega fjölbreytt (en sýnir bara hvaða hljómsveitir hafa verið í uppáhaldi hjá mér undanfarið. En ég get sagt ykkur að mest spilaða lagið var nú bara spilað 14 sinnum.

takk og bæ

mánudagur, maí 02, 2005

prúf

Kæra lífvana bloggsíða.

Albert heiti ég og er víst ábyrgur fyrir því að þú sért lifandi, þó svo að fólk taki ekki beint eftir því. Ég er kominn með hálfgert leið á skólabókum svo ég ákvað að stelast í tölvuna og skrifa til þín.

Í þessum töluðu orðum er ég að hlusta á "Day 7" með The Notwist svo ég leyfi mér að brjóta ísinn. En eins og ég minntist á þá er ég búinn að tengjast skólabókum verulega undanfarin misseri. Svo er mál með vexti að ég er að fara að þreyta Samræmdpróf fyrir 10.bekk grunnskóla. Þetta er eiginlega bara það sem skólinn er búinn að snúast um seinustu 10 ár bara þessi einu próf (reyndar tek ég 5 þannig). Þetta er eitt af göllum skólakerfisins þar sem menntamálaráðuneytinu langar örugglega til að undirbúa fólk í skólum landsins fyrir lífið en ekki bara fyrir frekari skólagöngu (tek ég fram að Amish fólk er ekki nema 8 ár í skóla). En þeir hjá menntamálaráðuneytinu geta víst ekkert í þessu gert þar sem að kröfur til krakka verða alltaf meiri og meiri og þeir sem vilja ná einhverju út úr lífinu verða að fá góða menntun, og góða menntun fá þeir ekki nema þeir ná góðu skólaplássi og gott skólapláss ná þeir ekki nema að þeir fái gott út úr samræmduprófunum. Allt gengur þetta í einn risa stóran hring.

En mikið svakalega hlakka ég (takið eftir nefnifall á eftir sögninni "að hlakka") til þegar þessu líkur öllu. Þá get ég farið að æfa og spila með hljómsveitinni minni (þegar komnir með tvenna tónleika bókaða í júní, Smekkleysa og einhver skólahátíð í Hafnafirði) og farið að vinna svo ég geti aflað tekna sem brenna upp eins og flugeldar á gamlársdag í hljóðfæra og hljóðupptöku búnað.

En ég ætla að fara að slá mig til rólegheita (vá hvað Hildur kennari irði ánægð, bara að hún læsi bloggið mitt) svo að ég hlakka til að heyra í þér kæra bloggsíða.




en hvað ungdómur landsins er orðin súrealískur að hann er farinn að skrifa heimasíðum bréf og ætlast til að þær svari á móti.



bless

þriðjudagur, apríl 05, 2005

You Ride, We Ride, In My Ride

Hæ.

Fyrst vill ég þakka Hafirðingum fyrir að hafa skynjara á klóssetum í skólunum sínum svo það kvikni á ljósinu án þess að þú þurfir að ýta á takka. Spiluðum í Lækjarskóla núna á þriðjudaginn seinasta. Mammút gjörsamlega áttu kvöldið, Jakobínarína og Hello Norbert voru einnig hressir að vanda.


Annars er langt síðan ég bloggaði seinast (nei ég er ekki Kaþólikki að skrifta, þó svo að Páfinn sé látinn.) Styttist í samræmdu, styttist í lokin á lífinu (í þessum skóla), syttist í afmælið mitt, styttist í nýju Coldplay og Oasis plöturnar (sem ég held að eigi báðar eftir að floppa), styttist í sumarfríið og styttist í upptökugræjur.......styttist í allt.

Ég hef ekki gert NEITT merkilegt seinustu daga nema setið í sófastólnum (bestur) í herberginu mínu (grænt) og lesið bækur (Lemony Snicket's - A series....1 og 2) undir lampanum mínum (grúv) og hlustað á kúrekatónlist (Ennio Morricone - The Good, The Bad and The Ugly).

Tékkið á myspace.com/bubbleboy. Þar má nálgast lagið The Frame með Bubble Boy (jón val), eða eins og ég kís að kalla Cranberries lagið.


plata dagsins: Marquee Moon með Television
lag dagsins: I've got a date with my Television með Jakóbínarínu
ljóð dagsins: ...Ef að ég væri bilað sjónvarp í stofunni þinni mundi ég ekki valda fleiri truflunum í lífi þínu. - Eftir Einar Már Guðmundsson

fimmtudagur, mars 10, 2005

Tómleikar

Tómleiki fullur af tónum er varla tómleiki?
Glas með engu vatni er varla vatnsglas?
Kerti með engu vaxi er varla kerti?


en hvernig sem því líður:

Mun þér leiðast á næsta laugardagskvöldi?
Enþá að átti þig á úrslitinum í Idol og nennir ekki að horfa á sjónvarpið?

Komdu þá á Kaffi Hljómlind. Sötraðu á heitu lífrænu te og hlustaðu á rokktónlist leikna af Big Kahuna. Samkundan hefst klukkan 21:00 og geta allir komist inn, þar á meðal þú. Frjálsframlög vel þegin.


dagsins:

Flying Saucer Attack - Further
Xiu Xiu - Fabulous Muscles


takk

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Kúkur

Annríki mitt er í sögulegu hámarki.....og ég fýla það.

Í fyrsta lagi er það þessi blessaða Breiðóvísíjón keppni sem þrátt fyrir sterkan mótbyr ætlar að takast. Skólastreytan er einnig svakaleg, bunch af aukatímum plús skólakynningar. MH kynningin á morgun og manni hlakkar lúmskt til. OG. Núna rétt í þessu var ég að fá símtal frá miðbergi þess efnis að biðja mig um að spila á Samfés undir atriði Miðbergs/Hólmasels og er ég að far á fund um þetta málefni hvað úr hverju.



En mikið svakalega elska ég Doddann. Ég hef verið að fylgjast með honum undan fariið árið og núna fyrir stuttu var að koma eitt besta lag hans til þessa á www.rokk.is. Það heitir "The Meaning of Thoughts". Fyrir þá sem ekki vita er Doddi gítarleikari og söngvari Heróglyms en er jafnramt "singer/songwriter" og semur tónlist í anda Nick Drake og Damien Rice þó svo að rödd hans minnir mig meira á Will Oldham.


dagsins hlutir:
Doddi; skeggið hans, ljósmyndir og tónlist.


En það var varla meira sem ég vildi segja.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

breiðóvisíjón og önnur tjáningarform

Can you tell me where my country lies?
Said the unifaun to his true love’s eyes.



Nú er loksins eithvað mega að fara að gerast í þessum skóla. Það vill svo skemmtilega til að Breiðóvísíjón er að hefjast. Seinustu árin hefur þessi keppni legið í hálfgerðum dvala og verið aðalega form fyrir marga siðprúða Breiðskælinga að fá tækifæri til að flippa. Sá var tíminn að margir virkilega hæfileikaríkir söngvarar (og aðrir minna hæfileikaríkir) stigu á stokk og brilleruðu. Þá má nefna Sveppa, en hann tilheyrði kanski seinni hópnum. En allavega á lagalistanum eru slagarar á borð við God Save The Queen, Ástardúett, Hey Ya! og Fiddari Götunnar í flutningi valinkunna nemenda við skólan. Tímasetning er ekki allveg á hreinu þessa stundina en mun það koma síðar.

Mússíktilraunir = tjáningarform eða tískusýning? Þær verða einhverntíman í mars og góðvinir mínir í Hello Norbert taka þátt. Gott ef ekki þeir lenda í sæti ef þeir halda á spilunum rétt. En skiptir þetta virkilega máli að komast í sæti? Brothers Majere komust ekki sæti. Sammt eru þeir allveg að brillera í "neðanjarðar" hardcore/metal/punk geiranum. Eins mikið og ég elska Mammút var það gott fyrir þau að lenda í sæti? Þau náttúrulega fengu einhver verðlaun og urðu fræg á einni nóttu. En þau voru aðeins 3 vikna gömul og hefðu þau ekki lent í sæti þá hefðu þau sennilegast einbeitt sér að æfa meira og síðan fara að koma sér á framfæri. Hlakka sammt rosalega til að heyra Mammút plötuna sem á að koma út á þessu ári, að ég held. Það er eins og það fylgi einhver bölvun á fyrsta sæti mússíktilrauna. Eins og það dregur allan eldmóð úr sveitum að vinna þetta. Eins og þau séu orðin heimsfræg og þurfi ekki að gera meira. Þó hafa nokkur bönd verið virkilega aktív eftir sigur í mússíktilraunum. Þá ber helst að nefna Maus, Botnleðjan og Mínus. Ég hef tekið þátt í músíktilraununum. Það var gaman en ekkert meira en það. Það er ekki hægt að keppa í tónlist.


En hlutir dagsins:
"Closer" með Joy Division
"Crimes" með Blood Brothers
Míkrafónninn minn
Ipodinn minn
"You are what you eat" á stöð 2







It lies with me! cried the queen of maybe
- for her merchandise, he traded in his prize.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Súrealískir sunnudagar

Mikið svakalega hata ég sunnudaga.

En einhverstaðar verður vikan að taka enda og einhvern dag verður maður að hata.

Annars leið gærdagurinn nokkuð hratt. Fór á æfingu sem varð ekki æfing þar sem Beggi beilaði svo að ég og Jón spiluðum bara eithvað reggí í staðin og horfðum síðan á Kill Bill 2. Nenni ekki að tala um hana. Um 7 leytið borðaði ég líka þetta fína lambalæri. Með því besta sem ég get fengið. Eftir það "héngum" við Jón edrúir heima hjá honum og horfðum á Anchor Man. Nenni ekki að tala um hana. Síðan fór ég heim og horfði á Ghost World. Nenni ekki heldur að tala um hana.


Mikið svakalega lifi ég óspennandi lífi.


Síðan var mér boðið í heimsókn til ömmu og afa að skoða nýja sófasettið þeirra. Því nennti ég ekki. Svo nú er ég bara að hlusta á Wayne Shorter og borða banana.


p.s. tvö lög til viðbótar komin á Rokk.is. Endilega tékkið á því.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Frímúrar eru ekki múrarar.

Góðan daginn.

Mér finnst magnað hvað sjónvarpsspilun og ofspilun í útvarpi getur gert fyrir eina hljómsveit. Skýrt dæmi um það er Modest Mouse. Ég talaði við einhverja stelpu um dagin sem "addaði" mér á Msnið sitt. Hún spurði mig hvað ég hlustaði á og ég spurði hana á móti. Hún sagðist elska Modest Mouse. Mikið fannst mér gaman að heyra það, þar sem ég hef elskað modest mouse í núna svona 2 ár. Ég fór að spurja hana eithvað um ást hennar á hljómsveitinni og spurði hvernig henni fannst plötur eins og "This is a long drive...", "The moon and antarctica" og "Built nothing out of something" standa sig í samræmi við nýju plötuna, sem mér finnst rosalega góð. Hún sagði bara eiga nýju plötuna, en átti eftir að hlusta á hana alla. . Spurði ég hana þá um hvernig hún hafði frétt að þessari annars ágætu hljómsveit. Hún sagðist hafa heyrt eitt lag í útvarpinu, "float on". Í beinu framhaldi sagði hún að þetta var uppáhalds lagið hennar með þeim, þar sem hún hafði bara heyrt 3 lög því hún setti alltaf á repeat á þessu lagi. Spurði ég hana ekki hvort hún hafi einhver áhuga á "The Ocean Breathes Salty" sem er nú líka í spilun á popptíví. Hún sagði svo ekki vera.

Á þessum tímapunkti missti ég alla löngun á því að skipta mér að tónlistar vali annara. Ég er ekki lengur eins og kristið fólk sem þolir ekki þegar það sér ótrúaða einstaklinga og ætlar að breyta lífi þeirra með því að lesa fyrir þá úr stóru, feitu bókinni. Mikið hlýtur þetta fólk að eiga bátt.

En ekki miskilja mig. Ég elska enþá Modest Mouse og ég samgleðst þeim að eiga hittara sem hefur gefið þeim pening, pening sem gerir þeim kleift að halda áfram að gera sjúkar plötur eða kaupa sér sumarhús á kanarí. Ég hætti ekki að hlusta á hljómsveit því að hún er orðin fræg.


ég hef frelsast af fíkn í tónlistarlega frelsun.

bless

bless




Áhugaverðir hlutir:
Kvikmyndin Saved.
Hús frímúrara félagsins við Skúlagötu (að ég held).
Plata hljómsveitarinnar Funerals, The Arcade Fire.
Kílóaútsala Spútnik.
http://www.onpoint-marketing.com/generation-y.htm


Albert Finnbogason, karlkyns íbúi á norðurhveli jarðar og jafnramt meðlimur Y-kynslóðarinnar, kveður að sinni.