þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Frímúrar eru ekki múrarar.

Góðan daginn.

Mér finnst magnað hvað sjónvarpsspilun og ofspilun í útvarpi getur gert fyrir eina hljómsveit. Skýrt dæmi um það er Modest Mouse. Ég talaði við einhverja stelpu um dagin sem "addaði" mér á Msnið sitt. Hún spurði mig hvað ég hlustaði á og ég spurði hana á móti. Hún sagðist elska Modest Mouse. Mikið fannst mér gaman að heyra það, þar sem ég hef elskað modest mouse í núna svona 2 ár. Ég fór að spurja hana eithvað um ást hennar á hljómsveitinni og spurði hvernig henni fannst plötur eins og "This is a long drive...", "The moon and antarctica" og "Built nothing out of something" standa sig í samræmi við nýju plötuna, sem mér finnst rosalega góð. Hún sagði bara eiga nýju plötuna, en átti eftir að hlusta á hana alla. . Spurði ég hana þá um hvernig hún hafði frétt að þessari annars ágætu hljómsveit. Hún sagðist hafa heyrt eitt lag í útvarpinu, "float on". Í beinu framhaldi sagði hún að þetta var uppáhalds lagið hennar með þeim, þar sem hún hafði bara heyrt 3 lög því hún setti alltaf á repeat á þessu lagi. Spurði ég hana ekki hvort hún hafi einhver áhuga á "The Ocean Breathes Salty" sem er nú líka í spilun á popptíví. Hún sagði svo ekki vera.

Á þessum tímapunkti missti ég alla löngun á því að skipta mér að tónlistar vali annara. Ég er ekki lengur eins og kristið fólk sem þolir ekki þegar það sér ótrúaða einstaklinga og ætlar að breyta lífi þeirra með því að lesa fyrir þá úr stóru, feitu bókinni. Mikið hlýtur þetta fólk að eiga bátt.

En ekki miskilja mig. Ég elska enþá Modest Mouse og ég samgleðst þeim að eiga hittara sem hefur gefið þeim pening, pening sem gerir þeim kleift að halda áfram að gera sjúkar plötur eða kaupa sér sumarhús á kanarí. Ég hætti ekki að hlusta á hljómsveit því að hún er orðin fræg.


ég hef frelsast af fíkn í tónlistarlega frelsun.

bless

bless




Áhugaverðir hlutir:
Kvikmyndin Saved.
Hús frímúrara félagsins við Skúlagötu (að ég held).
Plata hljómsveitarinnar Funerals, The Arcade Fire.
Kílóaútsala Spútnik.
http://www.onpoint-marketing.com/generation-y.htm


Albert Finnbogason, karlkyns íbúi á norðurhveli jarðar og jafnramt meðlimur Y-kynslóðarinnar, kveður að sinni.

Engin ummæli: