miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Roots Down

Gott kvöld.

Eithvað virðist mér finnast ég nauðugur til að bræða úr mér á lyklaborðið, jafnvel þó svo að ég hafi ekkert að segja. Eða ekkert sem einhver vill hlusta á.

Ég er að fara í gegn um eithvað tímabil þar sem mig langar bara mest til að flytja af heiman, borða morgunmat í bakaríum (eða Dinerum ef þeir eru til staðar), eyða deginum í eithvað rugl eins og skóla eða hanga í geisladiskabúðum og í lok dagsins skríða inn í litlu kjallaraholuna mína á Frakkarstígnum og henda örbylgju mat í örbylgjuofnin meðan ég sjú í mig annarskonar bylgjum úr hljómflutningsgræjunum. Það væri ljúft. Laus við alla ábyrgð og óþarfa samskipti.

Þrátt fyrir þetta annarsama ástand er ég að leggja stund á mjög skemmtilegt verkefni í tengslum við tónlistarskólan minn. Það er einfaldega að hlusta á tónlist. Annars vegar hip-hop, og reyna að leita uppi heimildir um "sömpl" og "breik", og hins vegar er það að hlusta á mússík sem inniheldur fyrstu hljóðgervlanahljóðfærin, þ.e.a.s. mellotron, Moog, Arp og önnur forneskju elektrónísk hljóðfæri eins og Theremin. Mér gengur mjög vel að finn einhverja Mellotron og Moog músík en ARPið og Theremínið er ekki allveg jafn auðfundið. Ef þið vitið um einhverja mússík sem inniheldur ARP syntha og Theremín (ef þið vitið hvað það er) þá meigið þið endilega kommenta það. Einnig ef þið vitið um eithvað eðal hipphopp þá meigið þið líka benda mér á það.

Plötur vikunnar og næstu vikna:
DJ Shadow - Entroducing... og The Privat Press
De La Soul - 3 Feet High and Rising
The Fugees - The Score
Common - Be og Like Water to Chocolate
Kaney West - Collage Dropout og Late Registration
The Streets - A Grand Don't... og Original Pirrot Material
Wu-Tang Clan - Enter the Wu-Tang
Beastie Boys - Hello Nasty, Ill Communication og Paul's Boutique
NWA - Straight Outta Compton
Public Enemy - It Takes A Nation of Millions to Hold Us Back


Endilega bætið einhverju við ef þið vitið um eithvað bitastætt!


Peace OUT!!

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

bull

Ari Gaukur klukkaði mig í núverandi leiknum...

Núverandi tími: 13:06

Núverandi föt: gallabuxur, kimono bolur, svörtrennilásapeysa, sokkar, nærbuxur og skór.

Núverandi skap: jájá

Núverandi hár: eins og alltaf

Núverandi pirringur: óþægilegar nærbuxur

Hlutur sem þú ættir að vera að gera: hanga í kringlunni með verzlingunum

Núverandi skartgripir: iPod í vasa

Núverandi löngun: deyja

Núverandi ósk: að ég deyji

Núverandi farði: ekki baun

Núverandi eftirsjá: að hafa mætt í skólann

Núverandi vonbrigði: fátt svo sem

Núverandi skemmtun: The Incredible Machine...ertu að grínast

Núverandi ást: nýji overdrive-inn minn (Fulltone Fulldrive II)

Núverandi staður: Miðgarður, MH

Núverandi bók: An Alternetive Biography - Fiction/REM

Núverandi bíómynd: Hálf Bubba Ho-Tep

Núverandi Íþrótt: eeee, næsta spurning

Núverandi Tónlist: Yann Tiersen - OST Amelié

Núverandi lag á heilanum: BE (Intro) - Common

Núverandi blótsyrði: ég blóta ekki

Núverandi msn manneskjur: er ekki með kveikt á því

Núverandi desktop mynd: Blár skjár(í skólanum), mynd af Moog Source (Heima)

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Hlustun í FÍH

Núverandi hlutir á veggnum: Heima? = Clint Eastwood, Resevoir Dogs plaggat, Radiohead plaggat, Portishead póstkort, Pavement flyer, Thom Yorke snepill, Against Me Plaggat, mynd með helling af póstkortum, bílum og flugvélum og tvær geisladiska hillur.

ég klukkaaaaaaaaa....engan því þetta var ekkert spes