miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Roots Down

Gott kvöld.

Eithvað virðist mér finnast ég nauðugur til að bræða úr mér á lyklaborðið, jafnvel þó svo að ég hafi ekkert að segja. Eða ekkert sem einhver vill hlusta á.

Ég er að fara í gegn um eithvað tímabil þar sem mig langar bara mest til að flytja af heiman, borða morgunmat í bakaríum (eða Dinerum ef þeir eru til staðar), eyða deginum í eithvað rugl eins og skóla eða hanga í geisladiskabúðum og í lok dagsins skríða inn í litlu kjallaraholuna mína á Frakkarstígnum og henda örbylgju mat í örbylgjuofnin meðan ég sjú í mig annarskonar bylgjum úr hljómflutningsgræjunum. Það væri ljúft. Laus við alla ábyrgð og óþarfa samskipti.

Þrátt fyrir þetta annarsama ástand er ég að leggja stund á mjög skemmtilegt verkefni í tengslum við tónlistarskólan minn. Það er einfaldega að hlusta á tónlist. Annars vegar hip-hop, og reyna að leita uppi heimildir um "sömpl" og "breik", og hins vegar er það að hlusta á mússík sem inniheldur fyrstu hljóðgervlanahljóðfærin, þ.e.a.s. mellotron, Moog, Arp og önnur forneskju elektrónísk hljóðfæri eins og Theremin. Mér gengur mjög vel að finn einhverja Mellotron og Moog músík en ARPið og Theremínið er ekki allveg jafn auðfundið. Ef þið vitið um einhverja mússík sem inniheldur ARP syntha og Theremín (ef þið vitið hvað það er) þá meigið þið endilega kommenta það. Einnig ef þið vitið um eithvað eðal hipphopp þá meigið þið líka benda mér á það.

Plötur vikunnar og næstu vikna:
DJ Shadow - Entroducing... og The Privat Press
De La Soul - 3 Feet High and Rising
The Fugees - The Score
Common - Be og Like Water to Chocolate
Kaney West - Collage Dropout og Late Registration
The Streets - A Grand Don't... og Original Pirrot Material
Wu-Tang Clan - Enter the Wu-Tang
Beastie Boys - Hello Nasty, Ill Communication og Paul's Boutique
NWA - Straight Outta Compton
Public Enemy - It Takes A Nation of Millions to Hold Us Back


Endilega bætið einhverju við ef þið vitið um eithvað bitastætt!


Peace OUT!!

11 ummæli:

Lovísa sagði...

Duoið Mogl (Magnús og Lovísa) inniheldur lög þar sem bæði Theramin og Arp 2600 sveima með.. auk annara syntha.

Nafnlaus sagði...

Takk.

Nafnlaus sagði...

Hvar getur maður fundið Mogl lög? Þú kanski sendir mér eithvað ;)

Nafnlaus sagði...

ég er algjör hljóðgervill ef þú veist hvað ég meina heheheheheheehhehe

Nafnlaus sagði...

OMG Ég elska The Streets out of life! haha. Djöfull er hann geeeeðveikur...

Nafnlaus sagði...

híhíhí...

þúrt svo sætur

Nafnlaus sagði...

saaaaage francis

Nafnlaus sagði...

Þú náttúrulega veist um theraminið í good vibration því annaðhvort þú eða ari sögðuð mér frá því.

Nafnlaus sagði...

Já ég á eithvað með Sage Francis...hef bara aldrei dottið í hug að hlusta á það.

Nafnlaus sagði...

Vá moog og arp og theramin, þetta er allt það sama! allavega get ég ekki séð neinn mun á þessu - ætli það sé ekki hljóðið

en allavega einu sinni þegar ég lenti inn á ozzy þætti þá var hann einmitt að grafa upp gamlan moog(eða arp? eða theramin?)

svo er náttúrulega til The Moog Cook Book sem eru moog lög til rauðs dauða.:!

pant síðan fá fara í linkana.. ehh :D

Nafnlaus sagði...

djöfull er theremin WACK dót... sjiii