föstudagur, október 14, 2005

Talisman: Top 10

Talisman (iPodinn minn) : Top 10 albums

10. Sufjan Stevens - Illinois
9. The Shins - Oh, Inverted World
8. The Rentals - Return of the Rentals
7. John Vanderslice - Pixel Revolt
6. Nick Cave - B-Sides and Rarities
5. The Stooges - Raw Power
4. Sleater-Kinney - The Woods
3. Arcade Fire - Funeral
2. Architechure in Helsinki - In Case We Die
1. Rilo Kiley - The Execution of All Things


Þessi listi var einungis gerður til að eyða mínum tíma og plássi á þessari blogg síðu. Takk fyrir þolinmæðina.

life is what you make it

Sæl verið þið

Ég er í vetrafríi. Það er rosalega næs að þurfa ekki að stressast út af skólanum. Þ.e.a.s. fyrir þá sem stressast út af skólanum. Ég er ekki í þeim hópi. Mig langaði bara að segja þetta því að ég er oftast rosalega næs því ég þarf ekki að stressast út af skólanum af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum.

Hvernig sem því líður var ball í gær. Það var afar skemmtilegt. Byrjaði á að hitta mína forlátu borðfélaga heima hjá henni Þórey sem á heima í einhverju svakalegasta húsi sem ég hef stigið fæti inn. Minnti mig dálítið á húsin í The O.C. Mjög flott allavega. Eftir nokkur lög og viðbættan píanó undirleik við langflest þeirra fórum við í strætó niður í bæ. Þar var eithvað partí á Frakkarstíg sem var mjög skemmtilegt. Sérstaklega þar sem það var haldið í bílskúr sem hafði verið breitt í íbúð. Þar hitti ég allveg einstaklega mikinn bunka af hressu fólki, meðal annars hann Jón Helga sem vissi að ég héti Garsil á huga en vissi ekki hvað ég héti í real-life. Sem er gífurlega töff, gefur manni ákveðna dularfulla dýpt. En verst var þó að klósettið var mjög stíflað því að einhver hafði kúkað görnunum sínum í það þó að það hafi staðið skýrt á hurðinni að það væri bannað að kúka. En ekki létum við strákarnir það aftra okkur heldur pissuðum við bara á Hallgrímskirkju*. Um ellefu leitið skellti mannskapurinn sér á ballið sem var bara smá labb í burtu á Aðalstræti (Pravda). Þar voru 3 dj-ar að spila í einu sem mér finnst ennþann daginn í dag einstaklega merkilegt því að þeir voru allir að spila sömu lögin, bara á mismunandi tíma.

Dagurinn í dag var bara mjög fínn. Vaknaði ekki fyrr en 12 eldhress og síðan náði pabbi í mig og við fórum rétt fyrir ofan Heiðmörk þar sem ég fékk eithvað að taka í stýrið þar sem ég er að fara í fyrsta ökutíman minn á laugardaginn. Síðan hélt ég barasta til hennar Ingu frænku. Ég hafði ætlað mér að druslast til hennar í nokkrar vikur að taka til í bókahillunum hennar, en aldrei fundið mér tíma. Þannig er mál með vexti að hún er orðin eithvað slæm í bakinu og þykir bækurnar svo þungar. En ég held að hún hafði allveg geta gert þetta sjálf en þetta var bara svona beita til að ná mér í heimsókn sem veitti alls ekki af. En ég skemmti mér konunglega þarna. Raðaði Halldór Laxness safninu eins og það leggur sig í útgáfuröð og ritsafni Þorbergs Þórðarssonar í stafrófsröð. Síðan gaf hún mér líka pönnukökur sem skemmir aldrei. En síðan þurfti hún endilega að elda handa mér brauðssúpu sem var líka svona hrikalega vond. En auðvitað píndi maður þetta í sig.

Sjónvarpsdagskráin í kvöld var líka bara með betra móti. Ég hef ekki verið heill maður síðan Desperate Houswifes hætti. En ég horfði á Scrubs eins og ég á til að gera, og viti menn eftir Scrubs þá byrjaði bara ný sería af That 70's Show. Og síðan kom bara Alias sem er bara fínasti þáttur. Og það allt á STÖÐ (fokking) EITT!!!! Lengi lifið ríkisvaldið.

Plata kvöldsins er hinsvegar "Let it Come Down" með Spirutalized. Mjög falleg og hugljúf plata. Fullkomin til að enda þennan annars fína dag.




* = við pissuðum ekkert á Hallgrímskirkju því að þegar við vorum búnir að hlaupa allan Frakkarstígin þá misstum við kjarkin. Sennilegast því að við vorum svo berskjaldaðir á móti þessari gríðarstóru og virðulegu byggingu. Svo við pissuðum bara á einhver tré.