sunnudagur, desember 03, 2006

Cornelius - Count five or six

últra mega

mánudagur, nóvember 20, 2006

Hæfur og hamingjusamari

Er Faðir vorið ekki orðið frekar úrelt? Ég man þegar ég var yngri og vitlausari. Ég gat ekki hugsað mér að fara að sofa án þess að fara með bænirnar mínar. Ég trúði því virkilega að Kallinn mundi persónulega gera sér ferð af himnum og hamfletta mig ef ég mundi ekki fara með bænirnar fyrir svefn. Síðar komst ég að þróunnarkenningunni. Afhverju hafði enginn fyrir því að láta mig vita af henni fyrr? Það hefði sparað mér óþarfa áhyggjir og óþarfa “slysa” á nóttunni (mamma kallaði það slys þegar ég pissaði undir og ég vill fá að kenna guðhræðslu minni um þau slys, ekki að ég hafi verið eithvað óhóflega slysagjarn, þetta gerist víst bara á ákveðnum árum...). En nóg með það, ég settist ekki hérna til að kúka yfir Kallinn, mig langaði frekar til að pósta faðir vorinu

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér
og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.




Er þetta ekki fulllangt gengið til þess eins verða að vilja eins gaurs og þarf þetta allt virkilega að fara í gegnum Kallinn? (sbr. fyrirgefningar kaflanum). Mér finnst að það eigi að lengja faðir vorið svo að fleiri geta nýtt sér það til leiðar ljóss betra lífs. Vill ég fá að tilnefna texta við lag Radiohead, Fitter Happier, við það tilefni. Mér finnst þeim takast mun betur til heldur en Kallinum að semja hnitmiðaðan texta um góðar lífsvenjur og útkoman verður hæfari og hamingjusamari maður.

Fitter, happier, more productive,
comfortable,
not drinking too much,
regular exercise at the gym
(3 days a week),
getting on better with your associate employee contemporaries,
at ease,
eating well
(no more microwave dinners and saturated fats),
a patient better driver,
a safer car
(baby smiling in back seat),
sleeping well
(no bad dreams),
no paranoia,
careful to all animals
(never washing spiders down the plughole),
keep in contact with old friends
(enjoy a drink now and then),
will frequently check credit at (moral) bank (hole in the wall),
favors for favors,
fond but not in love,
charity standing orders,
on Sundays ring road supermarket
(no killing moths or putting boiling water on the ants),
car wash
(also on Sundays),
no longer afraid of the dark or midday shadows
nothing so ridiculously teenage and desperate,
nothing so childish - at a better pace,
slower and more calculated,
no chance of escape,
now self-employed,
concerned (but powerless),
an empowered and informed member of society
(pragmatism not idealism),
will not cry in public,
less chance of illness,
tires that grip in the wet
(shot of baby strapped in back seat),
a good memory,
still cries at a good film,
still kisses with saliva,
no longer empty and frantic like a cat tied to a stick,
that's driven into frozen winter shit
(the ability to laugh at weakness),
calm,
fitter,
healthier and more productive
a pig in a cage on antibiotics.



Héðan í frá mun ég vinda saman hendur mínar og biðja til sólarinnar, þar sem hún er nú náttúrulegur gleðigjafi alls lífs, einfrumunga sem og fjölfrumunga og hvet ég þig minn kæri/mín kæra í að gera slíkt hið sama.

fimmtudagur, maí 25, 2006

brake down baby

Gott kvöld

Seinustu dagar hafa verið frekar þungir, þar á meðal minn eigin afmælisdagur. En það er bara skemmtilegt. Því á eftir þungum dögum koma góðir dagar og með góðum dögum kemur góð mússík:

Dj Shadow vs. Cut Chemist

shadow vs. chemist

Það kannast allir við hinn fáránlega súper svala Josh Davis, Dj Shadow, ýmist fyrir tímamóta instrumental hip-hop plötu sína Entroducing..., trip-hop side-project hans og James Lavelle, U.N.K.L.E., eða einhverja af hans fjölmörgu mixteipum eða remixum. Cut Chemist er ekki slæmur heldur. Hann hefur gefið út þó nokkur heeeevvvví mixteip ásamt því að vera meðlimur í West-Coast funk-rapp bandinu Jurassic 5. Á plötunni Brainfreeze koma þeir félagar saman, ekki í fyrsta skipti, og mixa saman eldgömlum og sjaldfundnum 45 og 33 snúningum ásamt þeirra eigin dóti. Skilar þetta sér í einu besta hip-hop mixi allra tíma og ekki var það verra að þessi plata er illfáanlega sökum mjög takmarkaðs upplags. En hún kom út 1999 hjá Sixty7 og gef ég sjálfum mér leyfi að pósta allri plötunni. Ef ykkur líkar við þetta tjékkið þá á Product Placements með þeim félögum sem kom út 2001.

Dj Shadow vs. Cut Chemist – Brainfreeze (Part 1)
Dj Shadow vs. Cut Chemist – Brainfreeze (Part 2)

Lupe Fiasco

Lupe Fiasco

Lupe Fiasco mun gefa út plötuna Food and Liqour í júlí á þessu ári og boða fyrstu hlustannir efnivið í millistóra rappstjörnu. Ef ég vissi ekki betur þegar ég heyrði þessa plötu þá mundi ég halda að Kanye West ætti yngri bróðir og mér finnst hún líða dálítið fyrir það hversu lík hún er verkum West. En þess má með gamni geta að Lupe rappar einmitt á Touch the Sky af Late Registration með Kaney West. En aftur af plötunni, hún angar öll af big-band og sinfóníulegum sömplum ásamt úber mjúkum og grúví hip-hop bítum og textarnir snerta oft á sætum málefnum. Tökum t.d. bara fyrsta smáskífu lagið Kick Push, það fjallar um strák sem var ekkert svo góður að skeita en síðan nær hann að lenda fyrsta Kickflippinu sínu og þaðan var ekki aftur snúið en yfirvöld voru alltaf að banna honum að skeita. Mjög fallegt lag....

Lupe Fiasco – Kick Push

Love Will Tear Us Apart



Love Will Tear Us Apart með Joy Division er með betri lögum sem samin hafa verið (IMHO...lol) og þykir mér einkar skemmtielgt að leita uppi ábreiður af þessu fáránlega frábæru lagi. Það kom út í Apríl mánuði 1980 og nokkrum vikum seinna fyrirfór Ian Curtis, söngvari hljómsveitarinnar, sér.Ég á nokkrar frekar áhugaverðar og ætla ég að deila nokkrum þeirra með ykkur. Sú fyrsta er með hljómsveitinni Fall Out Boy sem er kanski einna helst þekkt fyrir sinn kraftmikla, ærslafulla og illskiljanlega flutning á síðan massíva númeri Suggar We’re Going Down.

Fall Out Boy – Love Will Tear Us Apart

Heldur hefðbundin útgáfa þeirra félaga. Næsta útgáfa er hinsvegar mun meira spennandi en hún er með eyðimerkur töffurunum í Calexio. Þarna leika þeir á alls oddi á aðeins einum hljómi allt lagið og verð ég að segja fyrir minn smekk að það er geðveikt. Þetta lag má finna á safnplötunni Sweetheart: Love Songs sem Universal gaf út 2004 í samvinnu við Starbucks og inniheldur, ásamt þessu lagi, m.a. flutning Rufus Wainwright á My Funny Valentine og Neko Case af Buckets of Rain.

Calexio – Love Will Tear Us Apart

Að lokum ætla ég að henda inn útgáfu skosku hljómsveitarinnar Bis. Þau gáfu út þessa útgáfu á japanskri útgáfu plötu þeirra Return to Central frá 2001. Elektró búggí og sumar

Bis – Love Will Tear Us Apart


Parts & Labor

pandl

Eins og almenningur veit þá er fátt fallegra en vel bjagaðir, layer-aðir gítarar og hljómborð og þess vegna er ég að fýla nýjustu plötu Brooklyn bandsins Parts & Labor sem ber nafnið Stay Afraid. Hljómsveitin er tríó og var stofnuð 2002 af Dan Friel og B.J. Warshaw en þeir unnu báðir á hinum sögufræga tónleika stað the Knitting Factory í New York. Tónlist þeirra minnir mig á samblöndu af Lighting Bolt og Blink 182 í raftækjaverslun. Ekki slæmt. En allavega heitir þetta lag New Buildings og er á áðurnefndri plötu Parts & Labor sem er þriðja plata hljómsveitarinnar en sú fyrsta fyrir útgáfufyrirtækið Jagjaguwar sem inniheldur nú þegar hljómsveitir á borð við Black Mountain, Okkervil River og Pink Mountaintops.

Parts & Labors – New Buildings


Látum þetta gott heita í bili

sunnudagur, maí 14, 2006

hey mr. mutantjohn@hotmail.com

Hæ.

Einhverntíman sagðist ég ætla að helga þetta blogg tónlist en hef engan vegin staðið mig í stykkinu. Hinsvegar ætla ég að reyna að gera breytingu á því með þessari færslu. Langar mig að byrja á að kynna til leiks, ferska og sæta frá Svíþjóð:

El Perro Del Mar

El Perro Del Mar

Ég veit ekki hvort það sé bara ég en ég hef alltaf skynjað Abba sem hálf dapurt band. Ekki í þeim skilningi að það sé leiðinlegt, heldur hafa öll lögin þennan norræna-depurðleika yfir sér. Sama get ég sagt um samlanda þeirra Jens Lekman, þrátt fyrir að hann sé kíminn kall, og mér sýnist vera sama á teningunum hjá hinni skandinavísku El Perro Del Mar, eða það er allavega nafnið á verkefni hennar en ég hef ekki hugmynd um hvað hún heitir (en ég vill giska að hún heitir Sarah). Allt þetta verkefni á víst að hafa byrjað sem óður til hundsins hennar hvort sem eithvað sé til í því, þar sem við vitum öll að tónlistarmenn eiga til að ljúga um uppruna sinn til að halda yfir sér ákveðni mistík. Man ég einmitt sögu af Michael Stipe, söngvara R.E.M., sem sagðist aldrei hafa heyrt Bítla lög þangað til hann var á þrítugs aldri, en sú saga verður að bíða betri tíma. En þetta lag er af plötunni “Baby, I've been in a bad place” sem kom út 2004 og má einnig finna á nýútkominni safnplötu með smáskífum hennar “Look! It’s El Perro Del Mar!”.

El Perro Del Mar - Party

Why?

Why?

Ég fór í Smekkleysu plötubúð um daginn og bað Benna Skáta að láta mig fá eithvað ódýrt og fallegt með próflestri. Hann lét mig hafa Sandollar EPið með hljómsveitinni Why?, sem ég hafði enga hugmynd hvað var og veit varla enn. Þegar ég kom heim var ég lengi að reyna að rifja upp hvort bandið héti Why? eða Sandollar, veit ekki hvort væri skárra. Allavega er Why? verkefni tónlistarmansins Yoni Wolf sem semur fallegar píanó popp gælur sem eiga það þó til að fara út í eitnhvern hip-hop fíling, eða á víst að hafa gert það á fyrstu plötum hans. Allavega er þetta lag af bæði þessari annars mjög fínu EP plötu og nýjustu plötu karlsins “Elephant Eyelash” sem kom út á Anticon í fyrra.

Why? – Sand Dollars

that dog.



that dog (skrifað með litlum stöfum) er hljómsveit gamalt LA band sem ég kynntist ekki alls fyrir löngu. Hljómsveitin inniheldur 3 gellur og einn karlskörung. Hljómsveitin spilar svona feel-good kalífórnískt rokk, ekkert of ósvpað Weezer. Það sem dró mig að þessari hljómsveit eru systurnar Rachel og Petra Haden, dætur jazzgeggarans Charlie Haden. En þessar stúlkur hafa verið í hinum og þessum hljómsveitum. Báðar voru þær í legendary hljómsveit Matt Sharp, fyrrum bassaleikara Weezer, The Rentals (sem er einmitt að koma saman aftur, þó án þeirra), Rachel spilaði með Jimmy Eat World og Petra er nú í The Decemberist sem margir ættu að kannast við en hún hefur einnig spilað inn á plötur með Beck, Mike Watt, Foo Fighters og Green Day. Einnig gaman að segja frá því að systir þeirra, Tanya Haden er gift leikaranum Jack Black. Þetta lag er af svanasöng that dog, “Retreat From the Sun” frá 1997 sem kom út hjá Geffen.

that dog. - Minneapolis (þetta er .m4a fæll sem á að geta spilast einungis í iTunes)


Látum þetta gott heita í bili



Og endilega tjáið ykkur

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Top of the Pod - seinasti vetradagur

Jæja...ég nenni ekki að skrifa neitt merkilegt en mér finnst ég verði að skrifa þar sem þetta er nú seinasti dagur vetrar. Í tilefni þess ætla ég að henda upp topp 10 lista yfir mest spiluð lög* á iPodinum mínum (Talisman).



10. Christmas at the Zoo með The Flaming Lips
9. Our Faces Split the Coast in Half með Broken Social Scene
8. The View from the Afternoon með Arctic Monkeys
7. That 70's Show (theme lagið) með Cheap Trick
6. Never Meant með American Football
5. Trojan Curfew með Stephen Malkmus
4. Promising Actress með John Vancerslice
3. You Are the Light með Jens Lekman
2. Hardcore UFO's með Guided by Voices
1. NO CHILDREN með THE MOUNTAIN GOATS

Ekki slæmur listi það og ég mæli með að þið stelið öllum þessum lögum, þau eru fangelsisvistarinnar virði.


*ef að flytjandi á meira en eitt lag á top 10 er mest spilaða lagið skrifað en hinum sleppt.

laugardagur, mars 11, 2006

nostalgía.is; New Order - Bizarre Love Triangle

Ég var að fá bestu græju í HEIMI í hendurnar. Fokking Emu Emulator *fokking* II+!!!
Það er ekkert annað. Þannig er mál með vexti að Stefnir samhljómsveitungur minn er stór skrýtinn. Hann er með alvarlega syntha dellu á alvarlega háu stigi og viti menn, orsök þessarar dauðlegu veiki þá rambaði hann á fokking EMULATOR fyrir slysni. Hversu ömurlegt er það?

En allavega, þessi gaur sem er með fyrstu Samplerum í heimi og var notaður m.a. á u.þ.b. ÖLLUM New Order lögum, þ.á.m. Blue Monday! En hann er svo heví að hann virkar EKKI. Sem ég ætla að reyna að fixa.



Emulator II+ í öllu sínu veldi (með tölvu frá svipuðum tíma).


Málið er að hann "gengur" fyrir 5.25" diskettum...

...sem er hætt að framleiða!!!


Þetta er semsagt hálfpartinn dead case, en mig langaði bara að deila þessu með ykkur

takk fyrir

mánudagur, febrúar 27, 2006

Fríða og Dýrið

Mogwai - Mr. Beast (Matador)

Gott kvöld góðir hálsar. Ég er kominn með leið á því að blogga um hvað ég geri dagsdaglega, því að ég geri ALDREI neitt merkilegt. Ég á enga vini og lifi mjög innihaldstómu lífi fyrir framan sjónvarpið og tölvuna, meðan líkaminn safnar í bumbu. Hinsvegar langar mig afskaplega mikið að æla nokkrum orðum út úr mér um plötu sem var að koma út ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða Mr. Beast, fimmtu hljóðverskífu Skosku Post-Rock (síð-rokk) kónganna í Mogwai.

Síð rokkið komst á sjónarsviðið í byrjun 10unda áratugarins, þá í mynd plötunnar Spiderland með Slint og Laughing Stock með hljómsveitinni Talk Talk. Um var að ræða tilfiningaþrungið, oft tregablandið, rokk með svífandi djazzáhrifum og viðeigandi hljóðskúlptúrs- og taktpælingum. Þessar plötur urðu síðan megin stöplar tónlistarstefnunar sem við köllum nú Post-Rokk, með hljómsveitir á borð við Tortoise, Godspeed Your Black Emperor!, Unwound, Flying Saucer Attack og MOGWAI.

Allavega. Á þessari plötu er EKKERT nýtt. Platan hljómar mjög svipað og fyrirverar sínir. Hún er ljúf á hlustunnar. Lögin með svipaða uppbyggingu, gítar dútl til að byrja með, ride cymbalar notaðir eins og sóláburður á Spáni og ósungnar raddir (oft á franskri tungu) hljóma yfir lögin. Allt byggist þetta upp þangað til þetta er umþaðbil að sjóða en stemmir sig aftur niður (oftast nær allavega). Mjög smekklegt. EN. Þrátt fyrir engar nýjungar, nema kanski 2 upphafslögin, er þetta skemmtielg plata. NÁKVÆMLEGA eins og post-rokk á að vera. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að post-rokk formið fæddist jafn andavana og diskóið svo að við getum ekki búist við nýjungum, í mesta lagi nýjum tækni undrum. En annað hvort fýlar þú síð-rokk eða ekki. En í heildina litið er Mr. Beast með Mogwai skemmtileg plata, ljúfsár en íhaldsöm.............



Nú ætla ég meiri að segja að vera svo hallærislegur að henda á hana einkunn. Frá 0 til 10 fær Dýrið 7.1, sem verður að teljast góð einkunn fyrir post-rokk plötu.

Hápunkar: Glasgow Mega-Snake og Acid Food.

föstudagur, janúar 27, 2006

að elska og hata; The Who - Pure and Easy

aahh


Ég hata:
- Fólk/vinahópi sem talar í bíó og hendir kókglösum, Pringels dollum og öðrum óþarfa í annað fólk. Sérstaklega á alvarlegum myndum sem þú ert ekki í stuði fyrir óþarfa hressleika.

Ég elska:
- Hljómsveitir sem hljóma nákvæmlega eins og Interpol/Franz Ferdinand en væri verulega góðar ef að það væri ekki fyrir endanlausan samanburð við áðurnefnd bönd.
Dæmi: Editors (Lög:Lights og Camera)
Ekki dæmi: The Bravery



vildi bara láta ykkur vita

sunnudagur, janúar 22, 2006

slöpp helgi; The Notwist - Neon Golden (Console Remix)

Sælir góðir hálsar.

Mikið svakalega er ég búinn að eiga drulluslappa helgi. Ég er ekki búinn að gera rassgat. Allir vinir mínir eithvað of uppteknir að eiga kærustur og fýla (núverandi uppröðun)Gus Gus. En það er sennilegast bara mér að kenna að ég geri ekki það sama. Nú er kominn sunnudagur og það er eins gott fyrir mig að ég fari að gera eithvað að viti. Það var reyndar lygi að ég gerði ekki neitt um helgina. Ég eyddi henni í að hlusta á gamlar 7" af verkum Chopin, Mozart, Debussy og Beethoven sem ég fékk hjá Ingu frænku, ásammt því að semja lag. Mér fannst textinn dálítið skemmtilegur, rímaði svo vel og bara eftir á að líta hljómar hann eins og pólitísk ádeila, sem er ansi skemmtilegt:

I was the minister of the ministry
of economy untill yesterday.
When I spoke my mind on the congress,
it was a success and it felt OK.

But then I got the news that I had to choose
between dignity or another ministry.
They said they'll pay me more,
than they did before.
So I took my bag and left my job.

They made me the ministry of foreign affairs!
They made me the ministry of foreign affairs!
They made me the ministry and I felt sinister for foreign affairs.

But what do I care?
What do I care?


Endilega lærið þetta fyrir næstu M.O.F.A. tónleika.


föstudagur, janúar 20, 2006

fokk, musík: John Vanderslice - Pale Horse

The Ministry of Foreign affairs og Big Kahuna spiluðu í gær í Hinu Húsinu. Það var hræðilegt. Bara láta ykkur vita að mér fannst ekki töff hvað við vorum að gera...sérstaklega ekki Big Kahuna. Að vera í hljómsveit er ógeðslegt, tónleikar eru ógeðslegir og tónlist er ógeðsleg. Afsakið!



ég vildi að fyrsti pósturinn á nýju ári væri betri.


ef að einhver vill kommenta um þessa helvítis tónleika lát flakka í 'comments'