þriðjudagur, apríl 05, 2005

You Ride, We Ride, In My Ride

Hæ.

Fyrst vill ég þakka Hafirðingum fyrir að hafa skynjara á klóssetum í skólunum sínum svo það kvikni á ljósinu án þess að þú þurfir að ýta á takka. Spiluðum í Lækjarskóla núna á þriðjudaginn seinasta. Mammút gjörsamlega áttu kvöldið, Jakobínarína og Hello Norbert voru einnig hressir að vanda.


Annars er langt síðan ég bloggaði seinast (nei ég er ekki Kaþólikki að skrifta, þó svo að Páfinn sé látinn.) Styttist í samræmdu, styttist í lokin á lífinu (í þessum skóla), syttist í afmælið mitt, styttist í nýju Coldplay og Oasis plöturnar (sem ég held að eigi báðar eftir að floppa), styttist í sumarfríið og styttist í upptökugræjur.......styttist í allt.

Ég hef ekki gert NEITT merkilegt seinustu daga nema setið í sófastólnum (bestur) í herberginu mínu (grænt) og lesið bækur (Lemony Snicket's - A series....1 og 2) undir lampanum mínum (grúv) og hlustað á kúrekatónlist (Ennio Morricone - The Good, The Bad and The Ugly).

Tékkið á myspace.com/bubbleboy. Þar má nálgast lagið The Frame með Bubble Boy (jón val), eða eins og ég kís að kalla Cranberries lagið.


plata dagsins: Marquee Moon með Television
lag dagsins: I've got a date with my Television með Jakóbínarínu
ljóð dagsins: ...Ef að ég væri bilað sjónvarp í stofunni þinni mundi ég ekki valda fleiri truflunum í lífi þínu. - Eftir Einar Már Guðmundsson