fimmtudagur, febrúar 17, 2005

breiðóvisíjón og önnur tjáningarform

Can you tell me where my country lies?
Said the unifaun to his true love’s eyes.



Nú er loksins eithvað mega að fara að gerast í þessum skóla. Það vill svo skemmtilega til að Breiðóvísíjón er að hefjast. Seinustu árin hefur þessi keppni legið í hálfgerðum dvala og verið aðalega form fyrir marga siðprúða Breiðskælinga að fá tækifæri til að flippa. Sá var tíminn að margir virkilega hæfileikaríkir söngvarar (og aðrir minna hæfileikaríkir) stigu á stokk og brilleruðu. Þá má nefna Sveppa, en hann tilheyrði kanski seinni hópnum. En allavega á lagalistanum eru slagarar á borð við God Save The Queen, Ástardúett, Hey Ya! og Fiddari Götunnar í flutningi valinkunna nemenda við skólan. Tímasetning er ekki allveg á hreinu þessa stundina en mun það koma síðar.

Mússíktilraunir = tjáningarform eða tískusýning? Þær verða einhverntíman í mars og góðvinir mínir í Hello Norbert taka þátt. Gott ef ekki þeir lenda í sæti ef þeir halda á spilunum rétt. En skiptir þetta virkilega máli að komast í sæti? Brothers Majere komust ekki sæti. Sammt eru þeir allveg að brillera í "neðanjarðar" hardcore/metal/punk geiranum. Eins mikið og ég elska Mammút var það gott fyrir þau að lenda í sæti? Þau náttúrulega fengu einhver verðlaun og urðu fræg á einni nóttu. En þau voru aðeins 3 vikna gömul og hefðu þau ekki lent í sæti þá hefðu þau sennilegast einbeitt sér að æfa meira og síðan fara að koma sér á framfæri. Hlakka sammt rosalega til að heyra Mammút plötuna sem á að koma út á þessu ári, að ég held. Það er eins og það fylgi einhver bölvun á fyrsta sæti mússíktilrauna. Eins og það dregur allan eldmóð úr sveitum að vinna þetta. Eins og þau séu orðin heimsfræg og þurfi ekki að gera meira. Þó hafa nokkur bönd verið virkilega aktív eftir sigur í mússíktilraunum. Þá ber helst að nefna Maus, Botnleðjan og Mínus. Ég hef tekið þátt í músíktilraununum. Það var gaman en ekkert meira en það. Það er ekki hægt að keppa í tónlist.


En hlutir dagsins:
"Closer" með Joy Division
"Crimes" með Blood Brothers
Míkrafónninn minn
Ipodinn minn
"You are what you eat" á stöð 2







It lies with me! cried the queen of maybe
- for her merchandise, he traded in his prize.

Engin ummæli: