sunnudagur, janúar 21, 2007

HM í Handbolta

Ég vildi að ég ætti kött. Þessi köttur er búinn að vera rosalega góður við mig í allt kvöld. Horfði með mér á heila bíómynd (Miranda, með gellunni sem lék stelpuna í the Adams Family þáttunum sem voru sýndir þegar ég var 10, Cristina Ricci eða eithvað. Innihélt þó einnig gaurinn sem lék Bernard Summer í 24 Hour Party People og engan annan en sjálfan Special Agent Dale Copper! Þó ekkert spes mynd, hálf tóm eithvað.) án þess að segja eitt aukatekið orð. Át ekkert af mönsinu mínu og hagaði sér bara yfirhöfuð mjög vel. Ég vildi að fólk gæti verið svona endrum og eins. Það eitt að sjá köttinn bara sitja og hlusta með mér á OK Computer gerir mitt svarta hjarta örlítið hlýrra. Ég er heldur ekki frá því að hún andi í takt við lagið sem er í gangi. Hversu næs væri það að eiga kött sem kærustu? Ég held að ég hafi lesið það einhverstaðar að í Japan hafi maður gifst kettinum sínum. Ætli ég fari ekki í þann pakka ef ég finn mér ekki konu fyrir 25 ára aldur (las líka að lífið endaði í 25 ára aldri).


Ég fór í Hljóðfærahúsið í morgun og keypti mér gítartösku. Frekar rad, tweed og læti. En mikið svakalega langaði mig til að lemja henni (gítartöskunni) í hausinn á afgreiðslu manninum. Aldrei nokkurntíman hef ég fundið eins sterkt fyrir dýrseðlinu í sjálfum mér. Þessi einstaklingur var ekki fær í að fara með grunnsetningar afgreiðslustarfa eins og "get ég aðstoðað?" án þess að ég fann fyrir löngun til að kyrkja hann með næstu gítarsnúru. Ég keypti samt gítartöskuna dýrum dómum. Afhverju er ekki samkeppni á hljóðfæramarkaði? Hljóðfærahúsið kemst upp með lélegustu þjónustu í heimi (fyrir utan Exton) bara því að þeir einoka 76% af allri veltu hljóðfærabúða á landinu. Fokking fífl.

En ég ætlaði ekki að hafa það lengra. Skil ekki afhverju dagskráin hjá Sjónvarpinu er ekki lengri á laugardagskvöldum.







(mynd eitt - King Randor, einn af góðu köllunum í Masters of the Universe)
(mynd twö - Amerískur Spretthlaupari, sama tegund og Roadrunner í Looney Toons teiknimyndunum)


- albert

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

..þar sem ég les þetta blogg á hverjum degi verð ég að kommenta einstaka sinnum.
Flottar myndir í blogginu þínu.
Ég átti ketti einu sinni en bróðir minn fékk ofnæmi og við þurftum að senda þann síðasta burt,
sá köttur svaf oft ofan á andlitinu á mér.

Unknown sagði...

gítartaskan er mint.
kettir eru rad
þú ert awesome.

þó kötturinn minn sé feitur er hann skemmtilegur, við mig að minnsta kosti. eg held líka að honum líka frekar vel við þig, svona miða við hvað hann hatar alla vini mína.

Albert sagði...

já, ég og kötturinn þinn erum böddís. Við skiljum hvorn annan. Og ég sparka ekki í hann.

Nafnlaus sagði...

kettir eru svo sem ágætir en ofnæmisvaldandi svo...

greyið maðurinn sem seldi þér gítartöskuna, mikið hlýtur hann að eiga leiðinlegt líf fyrst hann þurfi að hella leiðindunum yfir aðra líka.

þú ert fínn gaur

já... fundur með búðó í stoðtíma á miðvikudag?

Nafnlaus sagði...

ég á kisu sem heitir mandla sem er rosa góð, hún er samt ung og smá þunglynd greyið því það var keyrt á hana í haust og hún tvímjaðmabrotnaði...hún var í búri í mánuð litlagreyið og ég var vakandi næstum allar nætur í 2 vikur í röð að hjúkra kisu

hallssonur sagði...

ef þú myndir taka upp á því að barna kisu-kærustuna gæti alveg komið eitthvað sniðugt út.

t.d. köttur sem spilar á gítar eða jafnvel lítið barn með svona gítarsnúru í stað rófu og labbaði á tveimur fótum. pæling.

Albert sagði...

afhverju þarf það endilega að koma nálægt gíturum og gítartengdu drasli?

Nafnlaus sagði...

Hvernig veistu að ég skrifa með svörtum penna sem endurspeglar sál mína?

Albert sagði...

ég bara vissi það ekki

Nafnlaus sagði...

Tornero tornerai, vivalvaiva ibaraay torenro tornerai.

Andrea sagði...

Lol á Tornero.

Ég held að þú sért græjukynhneigður. Mjög algengt meðal hljóðmanna. En það er svosem alltílæi að finna kærleikinn sem vantar í kettinum. Kötturinn er örugglega uppáhalds dýrið mitt, ég á líka tvo. Mér finnst kettir skemmtilegri en hundar, hundar eru eins og börn en kettir eru eins og sálin.

Nafnlaus sagði...

ég á kisu.

Nafnlaus sagði...

Fokking hljóðfærahúsið maður! Einn daginn brjótum við upp hurðir þeirra saman, ég og þú félagi, hlið við hlið, með helling af óþarfa byssum sem eru allt of stórar, helst með hnífa á milli tannanna, með klúta vafða um ennið og skjótum allt helvítis starfsfólkið...nema gæjann sem hjálpaði mér að velja trommuskinn..hann var í alvörunni fínn, hann lifir til að segja sögu okkar. Og þetta með köttinn, of satt, ég væri til í að giftast ketti, bara engar áhyggjur, ekkert nema tjill, svo breimar hún og þá veistu hvað þú átt að gera..