fimmtudagur, apríl 12, 2007

Ég dansa einn

Á þessu ári hef ég alltaf borðað einn á fimmtudagskvöldum í apríl. Það er gífurlega einmannalegt að búa til máltíð handa einum. Úr kjallaranum ómar einhver frönsk gella syngjandi lífshlaupssöngva Elliot Smiths. Að elda einn er jafnframt mjög erfitt, því það endar sjaldnast í heilum máltíðum. Mér hefur því aldrei tekist að elda ofan í mig einan. Hversu ömurlegt er það að mistakast að elda ofan í sjálfan sig? Oftast samtíningur hingað og þangað um eldhúsið. Engin næring og engin ástríða. Samþjöppuð kjúklinga Campbells og brauð. Vatn. Ekkert ósvipað og í tugthúsum. Að elda samþjöppuðu kjúklingasúpuna hans Campbells, náskyldan frænda listverka Warhols, er engin ástríða. Það er engin ástríða í að opna niðursuðurdósir. Það er enginn að fara að segja mér að þú getur sett hjartað þitt (andlega/ljóðrænt, ekki bókstaflega) í súpu gerða úr þurkuðu kjúklingasagi og 7 ára gömlum kjúklingastrimlaleifum. (Hvað þá grænar baunir? Ora? Ástríða í matargerð?) En fyrir vikið er niðursuðudósamatur minn uppáhalds matur. Hann bragaðst alltaf nákvæmlega eins og þú veist nákvæmlega við hverju er að búast. Það er ekki gaman að eyða hálfri tylft klukkustunda í einhverja matargerð sem þú veist aldrei hvort eftir eigi að bragðast vel eður illa. Ég hef lært það af Sigurgeir efnafræðikennaranum mínum, og lífspekúlant með meiru, að óvissa í mælingum skipti öllu. Því fleiri mælingar því meiri óvissa. Því meiri óvissa því ónákvæmari mælingar. Með þeirri reglu verður matur sem tekur lengri tíma að undirbúa og útbúa skili sér í verri niðurstöðu. Við matreiðslu á Campbells súpum er en mæling. Það er mæling vatns (eða blöndu af vatni og mjólk) sem fer fram í sömu dós og samþjappaða súpu þykknið kom í. Þýðir það ekki að mælingarnar eru ávalt nákvæmlega hinar sömu? Minni tími, minni óvissa, betri niðurstaða. Með þessu hef ég sannað það að allur örbylgjumatur og niðursuðudósamatur er betri en allar jólarjúpur, þakkagjarðarkalkúnar og páskahérar til samans, þar sem samanlögð óvissa í mælingum örbylgju- og niðursuðudósamatnum er ávalt minni en óvissa í mælingum hátíðarmatsins.


besta blogg there is?

P.S. Samþjöppuðu súpur Campbells eiga 110 ára afmæli í ár.

P.S.2 70 ár eru liðin frá því að Campbells kynntu fyrstu grænmetissúpurnar fyrir grænmetisætur.

P.S.3. Hálf öld er liðin frá því að Campbells súpur fengust utan Ameríku.

P.S.P. Þetta blogg er tileinkað börnunum sem hafa aldrei hlotnast sá heiður að smakka Campbells.


- Albert Finnbogason, forfallinn súpuáhugamaður.

18 ummæli:

skúli sagði...

dósamatur 4 life

Nafnlaus sagði...

þetta hljómar ekkert ofboðslega girnilega verð ég að viðurkenna...jafnast örugglega ekki á við amerískar pönnukökur og beikon......

Albert sagði...

það jafnast ekkert á við amerískar pönnukökur og beikon!

ég skal endurgjalda boðið þitt um helgina

glamurgella.blogspot.com sagði...

Varstu á Wikipedia lúðinn þinn?

Nafnlaus sagði...

Ég á penna sem heitir Parker Jotter en hann var fyrst settur á markað árið 1954 og fór hann þá sigurför um heiminn.

Penna-hönnunin hefur síðan gengið í gegnum fjölmargar breytingar, eins og t.d. árið 1956 hættu Parker að nota nylon-rör (sem fyllingin fer í) og breyttu því yfir í plast. Mesta breytingin varð þó árið 1973 þegar Parker breytti hnappnum (sem maður ýtir á) úr því að vera kúptur yfir í sívalningslaga með inngröfnu Parker merki.

Ég er núna að safna mér fyrir Parker Jotter Jubilee en það er sérstök 50 ára afmælisútgáfa af upprunalega pennanum.


Ps. smá fróðleikur: ef maður snýr Parker merkinu öfugt þá lítur það út eins og lágstafa-fí.

Albert sagði...

Ég á tvo Parker Frontier kúlu-penna. Fékk þá báða í fermingjargjöf. Þeir eru báðir mjög ódýrir. Ég á nískt frændfólk. Þinn Jotter er mjög flottur. Þó var gamli Jotterinn creme de la creme. Ég kann betur við mjóu og minimal hönnunina á þínum fram yfir minn þykka og ógeðslega.

Hinsvegar á ég rosalega fallegan A.T. Cross kúlupenna. Hann er gylltur og rosalega gamall. Blekið er hinsvegar mjög leiðinlegt því að það koma alltaf hálfgerðir pollar. Ég hef ekki enþá fundið refill (re-fill = áfylling) fyrir hann.

Sigurður, afhverju ertu ekki með blogg?

catacombkid sagði...

Við erum jafn góðir í tullunum/og parker er í pennunum/.

Ég á Parker skrúfblýant 0.5 mm blý. Hönnun pennans er falleg, en hún býr yfir mikilli straumlögun sem og þægindum.

Það skemmtilegasta við Parker skrúfblýantin er vafalaust sá eiginleiki að til þess að fylla á hann, eða að nota strokleðrið, þarf að taka hið græna "front" af honum. Það jafnast á við gullfallegan blæjubíl.

Ekki er vitlaust að segja að Parker pennar sé lýkt og Mercedes Benz með Porsche vél, þú færð það varla betra.

Albert sagði...

ef að parker eru mercedes/benz bílar þá eru a.t. cross bugatti!

Gummi sagði...

Er ég sá eini í heiminum sem slefar ekki yfir amerískum pönnukökum? Mér þykja þær vondar

Nafnlaus sagði...

ég fékk í dag amerískar pönnukökur með sírópi og smjöri og osti.. það er svo gott!
held ég hafi fengið mér svona 7

Nafnlaus sagði...

talandi um penna og aðrar skrifstofuvörur, ég sendi loksins spurningu á vísindavefinn hvort það væri einhver munur á rauðum og bláum boxy strokleðrum.

nú er bara að bíða eftir svari og vona að maður nái einhverjum nætursvefni eftir það.

Halldór sagði...

Mér finnst eiginlega skemmtielgra að elda fyrir mig einan. Þá get ég nefnilega gert það sem mér þykir best við matinn og svo fær maður að borða allan matinn.
Mínusinn er samt meiri þrif.

Albert sagði...

er síróp og ostur gott kombó? annars þykir mér mjög leitt að vísindavefurinn svaraði ekki spurningu þinni. getur þú ekki sent fyrirspurn til mitshubitshi? (eða er það ekki framleiðandinn?)

hallssonur sagði...

Ég á einmitt Parker penna frá því að ég fermdist. Þeir eru reyndar tveir. Blíantur og penni í sama skrauthulstrinu. Nafnið mitt er grafið í pennann og ég pússa hann alltaf reglulega þegar ég sit við arininn og fæ mér brandy í gamalt glas hjá ömmu og við segjum hvort öðru kynlífssögur úr skóginum. Amma hefur fætt ýmis spendýr. Svo endum við kvöldið á keleríi og nuddum afa.

Albert sagði...

ég hef nuddað afa þinn haukur

Nafnlaus sagði...

mér hefur ekki dottið fyrr í hug að senda spurninguna til mitsubishi, takk fyrir ábendinguna.


ps. smá fróðleikur: ég er með fæðingarblett á vinstra eistanu (nei grín) úlnliðnum sem er alveg eins í laginu og mitsubishi merkið (eða kanadíski fáninn, það fer eftir því hvernig maður horfir á það).

Albert sagði...

haha

getur þú tekið mynd af fæðingarblettnum?

Nafnlaus sagði...

ég á engan parker penna og hef þar af leiðandi nada að segja.

ívar