þriðjudagur, október 26, 2004

afsakið hlé

Sæl og blessuð...



Afsakið hléið mitt í þessu blessunarlega bloggi. Ég er búinn að vera latur við það seinustu daga, eins og reyndar allt annað í lífinu. Ég vill fá að kenna þessu verkfalli um það. Það er að ganga með mann í gönur. Ég sem ætlaði sko sannarlega að vera duglegur að læra í "fríinu" hef ekki staðið við orð mín. Byrjaði rosalega vel svona fyrstu vikuna síðan fór það aðeins minkandi og síðan minkaði það meira þangað til það var orðið að kuski. En í dag er ég breyttur maður og vaknaði árla þennan morgun og byrjaði duglegur að læra og stefni á að halda því næstu vikur.

En eins og í skólanum tekur maður sínar frímínútur og ætla að ég eyða þeim í að byrja að horfá á "Good Will Haunting". Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera að hlusta á Elliott Smith í allan dag. Either/Or til að vera nákvæmari. Og síðan þegar kom að laginu "Miss Missery" (sem ég hafði laumað aftaná diskinn þá vaknaði upp þessi löngun hjá mér að horfa á myndina. Fyrir þá sem vita ekkert hvernig næstum óþekktur Elliott Smith (sem átti árs dánar afmæli fyrir nokkrum dögum) tengist "Good Will Haunting" þá skal ég segja ykkur það að "Miss Missery" er hálfgert titil-lag myndarinnar og vann það til Óskarsverðlauna 1997 að mig minnir (myndin kom allavega út þá).



...til að ljúka þessum pósti hérna vill ég bæta við texta broti úr "Miss Missery":

I’ll fake it through the day
With some help from johnny walker red
Send the poison rain down the drain
To put bad thoughts in my head
Two tickets torn in half
And a lot of nothing to do
Do you miss me, miss misery
Like you say you do?


takk fyrir tíman ykkar, farinn er ég að horfa á filmu

1 ummæli:

Albert sagði...

jú...afsakið þetta. Myndin heitir auðvitað Good Will Hunting og lagið vann ekki. DreamWorks nældi síðan í kauða. Mér finnst sammt Either/Or betri en XO en það er smekksatriði. Mér finnst líka Kill Rock Stars besta tímabilið hans, hlakka til að heyra nýju plötuna.