þriðjudagur, september 28, 2004

Farðu í klippingu - lifi 7"

Þá er helgin búin og "vinnu-vikan" tekin við. Það er nú enþá lítið um vinnu hjá mér þar sem ég er enþá í kyrrsetu sökum verkfalls kennara. Þetta er það sem gerðist um helgina, hún var nú bara nokkuð góð (þar sem ég fékk 4sinnum kjúkling um helgina :).

Laugardagur:
Ælti minns hafi ekki bara vaknað um eitt leytið og byrjað að læra stærðfræði. Síðan man ég bara ekkert hvað gerðist eftir það. En um kvöldið var minns eithvað hjá Dagmar með einhverjum krökkum og síðan fórum við út í von um að fara í rúgbí með loftlausan sundbolta. Það var ekki allveg að ganga svo við fórum í fótbolta með loftlausa sundboltan. Það gekk ekki heldur svo við héldum bara aftur heim til hennar. Þar reyndi maður að horfa á einhverja Spike Lee mynd sem ég man ekki allveg í augnablikinu hvað heitir. Ekki var það allveg að ganga upp þar sem enginn nennti að horfa á þessa mynd.


Sunnudagur:
Ætli ég hafi ekki bara vaknað um svipað leyti og daginn áður og lært stærðfræði. En síðan fór minn bara á Þjóðminjasafnið. Það var nú meira fjörið helling að sjá. Eftir þetta fórum við til hennar ömmu gömlu með ís. Það var þá sem Axel hringdi í mig og "bauð" mér í mat. Ég bara eithvað "jájá". Þegar ég var kominn heim þá fór ég til Þóreyjar (þar sem "matarboðið" var) og voru þá ekki bara eithvað milljón krakkar. Jón, Magga, Axel, Lísa, Þórey (náttúrulega), Dagmar, Geir og Villi. Viti menn að það var kjúklingur í matinn. Eftir að við vorum búin að eta þá var einhver asnalegur leikur þar sem einhver setti eina heila möndlu og eina hálfa möndlu í ísinn (sem við fengum í desert) . Sá sem fékk heila möndlu vaskaði upp og sá sem fékk hálfu möndlu þurkaði. Og viti menn auðvitað var hálfa mandlan í mínum disk og heila í Jóns. Og vá hvað Jón er slappur vaskuppari. En þetta var nú sammt hið ágætasta kveld.


Mánudagur:
Veit að þessi dagur er ekki hluti af helginni en ég ætla nú líka að skrifa um hann. Ég fór til Axels um 2 leytið (eftir að ég var búinn að vakna og læra). Þar vorum við bara tveir að horfa á uppáhalds þáttinn okkar 'Paradise Hotel' þangað til Lísa kom. Þá horfðum við þrjú á 'Paradies Hotel'. En síðan fórum við í bæinn. Ég ætlaði að kaupa mér nýja Interpol diskinn Antics en neinei einhver seinkunn var á honum svo að hann kemur ekki fyrr enn á miðvikudag, sagði kallinn í búðinni...En ég kom þó heim með Hudson Wayne 7". Hún er geðveik, sammt er hún bara tveggja laga. En Axel keypti sér Waiting for the Sun og Soft Parade með The Doors á útsölu í Skífunni. Um kvöldið nauðgaði ég síðan bara nýju 7"-inni minni og einhverri Sparks 7" sem ég fann og Trúbrot - Starlight 7"-inni.




...núna er minns bara að hlusta á einhvern gaur sem heitir Dokaka að syngja 21st Century Schizoid Man eftir King Crimson. Þessi Dokaka söng víst eithvað inn á Medúlla með Björk. Magnaður fjandi.



Plöturdagsin eru 7".


bæbæ

Engin ummæli: