mánudagur, september 20, 2004

köld kvöld

Hæ, byrjar hér með mín bloggfærsla þetta líka kalda en jafn framt ágæta kveld 20 september. Ekki margt merkilegt búið að gerast seinustu daga en sammt eithvað.

Var á einum bestu tónleikum sem ég hef farið á í gær. Blonde Redhead í Austurbæ. Það var ógeðslega gaman.
Maður að nafni Skúli byrjaði kveldið með tilraunakenndri klassík. Nokkuð flott. Með honum í liði voru Hilmar gítargúrú með meiru, Jóhann Apparat-ari og síðan tvær stelpur sem mér sýndist vera úr múm.
Eftir þeim kom síðan Slowblow. Á sviðinu voru þó ekki bara Dagur og Orri heldur voru þarna 4 múmliðar með í för. Þetta er eitt það flottasta og fallegasta íslenska tónlist sem um eyru mín hafa flogið seinstu árin, sérstaklega flott Very Slow Bossanova. Ég hefði allveg verið til í að enda kvöldið þarna þar sem mér datt ekki í hug að tónleikarnir gætu orðið betri.
En neinei þá mættu aðalstjörnur kvöldsins á sviðið. Kazu, Amadeo og Simone. Þetta er það sem ég elska við svona "underground" bönd að þau fóru bara að sándtékka og stilla upp sínu dóti bara í rólegheitum á sviðinu áður en þau byrjðu. Ekki sá maður Coldplay eða Placebo eithvað vera að hjálpa róturunum sínum við uppstillingu. En eftir að allt var klárt byrjuðu þau og VÁ!!! Þau byrjuðu á einu af mínum uppáhalds Falling Man (af Missery is a Butterfly) og eftir fylgdu hver slagarinn á fætum öðrum. Þetta var bara kristinboð og örugglega gaman að vera í hljómsveit á svona kveldi. Troðfullur salur með fólki sem kom einungis til að hlusta á tónlistina þína..........mmmmm........mmmmmmmm....takk fyrir mig ef þið skilduð vera að lesa þetta Blonde Redhead.

...

Síðan er það málið sem er á allra vörum, kennaraverkfall. Þar sem ég er í 10. bekk er ég ekki hreint út sagt sáttur við þetta. Skil og virði allveg hvað kennararnir eru að reyna að fá fram en gátu þeir ekki frestað því fram á næsta ár svo að ég geti tekið mitt samræmda próf í friði? Neinei aldrei er hlustað á okkur. :p



fátt annað að frétta, en plata kveldsins er:



Bowery Electric með Bowery Electric frá 1995 (kranky), massagripur og ekta kvöldtónlist.




thank you come again

Engin ummæli: