föstudagur, september 24, 2004

æfing og læti

Minns vaknaði við símhringinu frá múttu í morgun og fór að læra líffræði og stærðfræði. Það var jafn hresst eins og feitur Japani, sem eru mjög hressir. Síðan um hádegis bilið hljóp ég út í 10-11 til að kaupa mér í svangin og hljóp síðan til Bergs. Ástæðan fyrir því að ég hljóp var að það var rigning úti. Ég og Beggi fórum hins vegar bara í Tony Hawk og hlustuðum á úrvalstóna í boði Pavement (Wowee Zowee) það var gaman. Eftir dágóða stund í þessum líka fína leik þá höfðum við samband við Jón Val og fóru stuttu seinna á hljómsveitar æfingu. Það var nú meiri æfingin. Við æfðum í svona hálftíma og síðan ætluðum við að kenna Grím trommu "fill" til að nota í laginu og það tókst ekki betur en svo að það tók okkur um annan hálftíma og viti menn......hann náði því aldrei. Þannig að þessi hálftími fór til einskins (ekki að við ætluðum að nota hann í eithvað annað). Það var nú meira ruglið.



Annars er ég bara núna að hlusta á Mutations með Beck sem er sennilegast mín uppáhalds plata með honum og í því tilefni verður hún plata dagsins.....mæli líka með að þið kíkjið á síðuna hans. Hún er feitur japani. www.beck.com



bleess

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæjjj beib! :*

þetta er leyndi aðdáandinn þinn!!! gettu hver??? :*:D:D:D:*:*:*:D:D:D

Albert sagði...

Nú veit ég ekki, villtu ekki bara segja mér það :)