miðvikudagur, september 15, 2004

Thorsmörk

Hæ.

Þá er minns mættur frá öræfum Íslands. Skólinn var svo rausnarlegur að skipuleggja ferð upp í Þórsmörk. Þetta var nú ætluð sem ferð fyrir 10 bekk en frekar slæm þátttaka gerði þetta eiginlega bara að bekkjarferð 10.-HS (s.s. minn bekkur) plús einhverjir nokkrir úr hinum tvem bekkjunum. En þetta var sammt mjög skemmtileg ferð.

Rétt í þessu komu síðan Begg, Tinna og Dísa í heimsókn og báðu mig að koma út. En ekki held ég það sko, minns þreyttur og veðurbarinn (nei við þetta síðara) og nennti ekki. Frekar fór ég niður í tölvuna að hlusta á hann Bob Dylan....sem ég er enþá að gera í þessum skrifuðu orðum)

En nú fer að styttast í yfirvofandi kennaraverkfall (næsta mánd.) og Blonde Redhead(næsta sunnd.) Ég hefði allveg verið til í verkfall í 1-8 bekk (kanski 9 bekk) en ekki svona rétt fyrir samrændu prófin (þó að maður lærir ekki allt fyrir prófin á einu ári...en sammt). En annars hlakka ég mjög svo til Blonde Redhead á sunnudaginn. Ég og Begg munum skemmta okkur konungslega þrátt fyrir að engin annar hefði nennt með okkur. Hí á þá.



En ég held að núna sé komið nóg. Þangað til næst...bæ

Plötur dagsins:
Interpol - Antics (verð að hætta að hlusta á hana)
The Fiery Furnace - Blueberry Boat (besta indí-ópera sem ég hef hlustað á - líklegast líka sú eina)
Bob Dylan - The Freewheelin'
Kimono - Mineur Aggressif (gamall gullmoli sem ég gróf upp fyrir ferðina)
Blur - Blur


...I give them my heart but the wanted my soul, don't think twice it's alright.

Engin ummæli: