fimmtudagur, september 23, 2004

hnefafylli af dollurum

Jahá....en einn leiðinlegur dagur í þessu ömurlega verkfalli sem er ekkert að fara að ljúka þar sem kjaradeilnafundinum sem var haldin í dag skilaði engum árangri og var slitið eftir tveggja klukkutíma samræður. Ekki bætir það að ég er hálf-slappur svo ég hef ekkert getað farið útúr húsi.

Ég horfði á Fistfull of Dollars í dag. Það er nú aldeilis myndin. Ég skildi ekki rassgat hvað var að gerast. Verð endilega að horfa á hana með texta. En eitt get ég sagt að tónlistin er kengil-mögnuð. Það er þessi virði að horfa á myndina þó þú skiljir ekki neitt bara tónlistarinnar vegna.



Síðan gerðist ég líka svo sorglegur að horfa á sorglegasta þátt sem sýndur hefur verið í íslensku sjónvarpi, Paradise Hotel. Hann er svo sorglega sorglegur, allir grátandi og svíkjandi hvort anna og fólkið veit aldrei hverju það á von á. Kemur gamall kærasti í heimsókn eða ekki. Hreint út sagt sorgelgur þáttur í alla staði.

djöfull langar mig líka á Grand Rokk í kveld. Útgáfutónleikar Hudson Wayne vegna nýju 7" þeirra, Sentimental Sweater.


plötur dagsins:
The Great Escape með Blur (rosalega flottur gripur sem hefur fallið í skugga Parklife sem kom út árinu áður)
Deja Vu með Crosy, Stills, Nash & Young (eitt ömurlegasta nafn á hljómsveit fyrr og síðar)
Sea Changes með Beck (hlakka til að heyra nýju plötuna með manninum sem getur ekki gert lélegar plötur)
Things We Lost in Fire með Low (fallegt, fallegt, fallegt)



Nú er minns bara að bíða eftir að brúnkakan sem ég er að baka úr Vilko (ligguð við eins og hljómsveitin (WILCO)) pakka deiginu verði til.

Engin ummæli: