laugardagur, september 11, 2004

Hvíti kastalinn

Halló......

Hér skrifa ég eftir dágóðan tíma. Málið er það að við erum búnir að vera að æfa mikið og strangt seinustu kvöld svo að ég hef ekki nennt að blogga (hefði sennilegast ekki nennt því heldur).

Við vorum að spila á tónleikum í gær ásamt Amos, Atómstöðinni, Mammút, Te, Helíum og Brothers Majere. Það var bara fínt. Fyrstu tónleikar Gríms og stóð hann sig bara með prýði miðað við mánaðarlangan trommuferil. Mammút voru æðisleg að vanda og Te og Brothers Majere einnig. Síðan eru einhverjir fleiri tónleikar á næstunni skilst mér. En meira um þá þegar meira verður vitað.

En í kveld fór ég í bíó með Jón, Möggu, Axel, Lísu, Þórey, Geir, Villa og Ladda á Harold and Kumar Goes to White Castle. Hún var frábær og allveg æðislegt atriði þegar Marijúana pokinn fór að dansa..... . Eftir það fórum við heim til Jón Vals. En þetta var í fyrsta skipti fyrir marga að koma heim til Jóns. Síðan var Jón svo góður að gefa mér Í þessi sekúndubrot sem ég flýt með Maus eftir áralangt suð (málið er að hann á tvo, er einn ekki allveg nóg?).


Eins og ávalt þá enda ég þessa bloggfærslu á plötum dagsins/kveldsins. Þær eru að þessu sinni:

Interpol - Antics (ekki slappari en frumburðurinn frábæri)
Maus - Í þessi sekúndu brot sem ég flýt (frábærir textar, melódíur og útsetningar)
Neil Young - After The Goldrush (samið eftir Goldrush með Charlie Chaplin og er fyrir vikið stúfull af frábærum texta hugmyndum, eitt af mínum all-time uppáhaldslögum er að finna hérna, titil lagið sjálft)

en takk fyrir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha það var geðveikt fyndið að allir fóru þegar Atómstöðin var... ég hef annars aldrei heyrt þig tala svona fáránlega mikið og þarna á leiðinni heim af tónleikunum, það var samt hresst! já þetta er annars Dísa, get ekki skrifað neitt nafn og svoleiðis nema vera með eitthvað blogger account og ég er ekki með neitt þannig...