fimmtudagur, desember 18, 2008

Íslenskt - já takk

Farewell Good Night's Sleep er titillinn á nýjustu hljómplötu Lovísu „Lay Low“ Sigrúnardóttur. Samkvæmt tölum Tónlista blaðsins í dag er platan 10. söluhæsta plata vikunnar en hún hefur verið á listanum nú í 2 mánuði. Einnig má nefna að jómfrúarsmáskífa plötunnar, By and By, er 6. mest leikna lagið á útvarpsstöðum landsins og er búið að vera á meðal efstu 30. í tæpa 3 mánuði! Allt er þetta gott og blessað, Lovísa á allt gott skilið og hin minni íslensku plötufyrirtæki mega svo sannarlega skilið móttökum af þessari breiddargráðu.

Mér brá þó heldur betur þegar ég rakst á plötuna í hljómplötubúð í Kringlunni nú í jólamánuðinum. Skífan var þar fagurlega stillt upp undir formerkjum þorsksins í miðri búð, sýnileg öllum stökum mengisins „Skífan, Kringlunni“. Á snyrtilega plastbúnu umslaginu lá álímdur miði sem á stóð „100% íslenskt“! 

Er það nú lygi! Ég held að engin plata hafi verið eins óíslensk í háa herrans tíð. Ekki einu sinni Hollywood plata Herberts Guðmundssonar var svo erlend! Í fyrsta lagi, það sem liggur efst á yfirborðinu, platan ber erlendan titil, Farewell Good Night‘s Sleep og listakonan sjálf sem í birtu skammdegisins ber fallegt al-íslenskt nafn (þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni fæðst á Íslandi) felur sig undir erlendu hliðarsjálfi - Lay Low. Öll lög bera enskan titil – öll lög eru sungin á erlensku. Lögin eru meiri að segja ekki öll stíluð á hinn íslenska flytjanda (The Reason Why My Heart‘s in Misery er eftir herra „Lefty“ Frizzell! (Það er þó kannski ósanngjörn árás þar sem mörg af þekktari íslenkum slögurum eru í rótina eftir erlenda höfunda, þó svo textum sé oftast snarað yfir á okkar alhýra)). Platan er tekin upp í Lundúnum, sem var ekki að finna á landakorti Landmælinga Íslands af hinu freðna föðurlandinu, undir handleiðslu Liam Watson í Toe Rag hljóðverinu (á al-erlendan búnað ef farið er út í þá sálma). 

Það sem fer þó mest fyrir brjóstið á annars hjartsterkum einstaklingi er það að meiri hluti, ef ekki allir, tónlistarmannanna sem leggja hönd á plóg eru af erlendri kviku! Carwyn Ellis, Ed Turner, Rupert Brown, Matt Radford, Jason Wilson og BJ Cole. Þeir hafa það ekki einu sinni í sér að bera skandinavísk eftirnöfn eða alþjóðleg fornöfn (fyrir utan Jason kannski og einhverstaðar las ég nú að Matt væri orðið gjaldgengt millinafn...) sem bera má fram á íslenskunni! Hvernig er hægt að réttlæta límmiða sem á stendur „100% íslenskt“ þegar útgáfufyrirtækið sjálft getur ekki einu sinni borið íslenskt heiti! (Ég dreg það svo í efa að platan hafi verið pressuð og prentuð á Klakanum! )

Er ekki eithvað í lögum sem banna svona lygar!!??

Á móti kemur þó að platan er mjög fín og er kjörin í jólapakkana. Málið er einfalt. Engin plata er 100% íslensk, hvað þá 84% íslensk! Plata eins og Farewell Good Night‘s Sleep, sem er svo bersýnilega algjörlega óíslensk á ekki að bera svona fáránlega lygi á umslaginu, hún á ekki að þurfa þess. Platan er vel gerð í alla staði og það eina íslenska við skífuna, Lovísa sjálf, má vera hreikin, en Herra Kári „Cod Music“ taktu þennan límmiða af umslaginu. Þetta er til háborinnar skammar.

-albert (með alóíslensku sveitina Harmonia á fóninum. Takk Benni – algjört yndi!)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég hef ekki farið inn á þessa síðu í marga mánuði, en datt inn á hana í dag - tilviljun og þu hafðir bloggað. mer fannst ég verða að láta þig vita.

Halldór sagði...

Dett regluglega og bloggið gleður.

Nafnlaus sagði...

I don't know when, but I will be able to read your blog someday.

maltecornelius sagði...

well, well

Nafnlaus sagði...

hi, www.nosoulman.blogspot.com!
[url=http://cialisdea.fora.pl/] cialis kaufen [/url] [url=http://cialisdeb.fora.pl/] cialis ohne rezept[/url] [url=http://cialisdec.fora.pl/] cialis bestellen rezeptfrei[/url] [url=http://cialisded.fora.pl/] cialis bestellen rezeptfrei[/url] [url=http://cialisdee.fora.pl/] cialis kaufen online[/url] [url=http://cialisdef.fora.pl/] cialis ohne rezept[/url]

Nafnlaus sagði...

Making bribe representing transatlantic walkway to consolidation in owed undiminished masses, gibber
included, there is a stupendous needful as a usage to studying English nought in those parts of the in the seventh welkin, where English is not a moor language. This conclusion leads us that there is monumental rights into the treatment of English-speaking tutors, who are specializing in teaching English. South Korea is inseparable of most encouraging countries in terms of pleasure-loving progress, which means teaching English in Korea would be with power profitable. Teaching English in Korea

Nafnlaus sagði...

Il semble que vous soyez un expert dans ce domaine, vos remarques sont tres interessantes, merci.

- Daniel